Viðskipti innlent

Nýsir vinnur að endurfjármögnun

Nýsir sagði nýlega upp nokkrum lausráðnum starfsmönnum sem störfuðu við Egilshöllina.
markaðurinn/pjetur
Nýsir sagði nýlega upp nokkrum lausráðnum starfsmönnum sem störfuðu við Egilshöllina. markaðurinn/pjetur

„Það verður ekki tekin afstaða til sölu á einstökum þáttum uns endurfjármögnun fyrirtækisins er lokið um miðjan ágúst,“ segir Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Nýsis. Hann bætir við að menn hafi gefið sér lengri tíma til endurskipulagningar.

Félagið sagði nýverið upp starfsmönnum í Egilshöll og segir Höskuldur að þar hafi mest verið lausráðnir starfsmenn og þetta sé liður í endurskipulagningu Nýsis. Hann bendir á að verið sé að vinna að nýjum leigusamningi milli Nýsis og Reykjavíkurborgar. „Nýi samningurinn er víðtækari og tekur til fleiri fermetra auk þess sem hugmyndin er að Fjölnir fái aðstöðu í höllinni,“ segir Höskuldur.

Spurður um rekstur sundlaugarinnar við Lágafell í Mosfellsbæ segir hann að fyrirtækið sé að einfalda og endurskipuleggja reksturinn. „Það eru ákveðnar aðhaldsaðgerðir í gangi,“ segir Höskuldur.- bþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×