Viðskipti innlent

Skuldir heimilanna aukast

SHA skrifar

Heildarskuldir íslenskra heimila við innlánsstofnanir námu 947 milljörðum króna í júní samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að hver einasti Íslendingur skuldar að meðaltali yfir þrjár milljónir króna.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings kemur fram að heildaraukning útlána til heimila jukust aðeins um rétt rúma þrjá milljarða króna frá því í maí. Af heildarútlánum námu verðtryggð lán um 63% en það hlutfall hefur dregist saman frá því að vera 65% bæði í apríl og maí. Hins vegar hafa gengisbundin lán sótt í sig veðrið og hlutdeild þeirra í heildarlánum hækkað skarpt það sem af er ári.

Gengisbundin lán voru í júní 23,6% af heildarlánum innlánsstofnana til heimila en mikla aukningu þeirra má einkum skýra með því mikla gengisfalli sem orðið hefur á íslensku krónunni síðan í mars. Gengislækkun þyngir greiðslubyrði vegna gengisbundinna lána mjög þar sem áhrif gengisbreytinga koma strax fram í afborgunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×