Viðskipti innlent

Spáir stýrivaxtalækkun í nóvember

Greining Landsbankans spáir því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefst í nóvember en ekki á fyrsta fjórðungi 2009, eins og greiningin gerði ráð fyrir áður.

Í spá greiningar um stýrivexti segir að verulega dragi úr verðbólguvæntingum á næstu mánuðum og hættan á víxlverkun launa og verðlags sé því minni en ella. Hratt dregur úr verðbólgu á seinni hluta árs og á næsta ári.

Greining reiknar með að spá Seðlabankans um atvinnuleysi á þessu ári gangi eftir, en það þýðir að atvinnulausum fjölgi um 2.000 fram að áramótum. Þessi þróun, ásamt skaplegri gengisþróun krónunnar og lækkun fasteignaverðs mun draga úr verðbólgu og verðbólguvæntingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×