Viðskipti innlent

Krónubréf að upphæð 3 milljarðar kr. á gjalddaga

Krónubréf að nafnvirði 3 milljarðar kr. falla á gjalddaga á fimmtudag að viðbættum vöxtum.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að krónubréfaútgáfa það sem af er júlí nemur 3 milljörðrum kr. og munu því heildarútistandandi krónubréf nema um 336 milljörðum kr. í lok mánaðarins að því gefnu að frekari ný útgáfa líti ekki ljós í mánuðinum.

Krónubréfastaðan hefur ekki verið minni frá því í febrúar 2007 og telur hún nú ríflega fjórðung af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Stórir gjalddagar eru handan við hornið, en alls munu krónubréf að nafnvirði 106,5 milljarða kr. falla á gjalddaga auk áfallinna vaxta á síðustu fimm mánuðum ársins.

Á fyrsta fjórðungi næsta árs falla síðan tæplega 129 milljarða kr. á gjalddaga auk áfallinna vaxta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×