Viðskipti innlent

Hátt skuldatryggingarálag veldur veikingu krónunnar

Hið gríðarlega háa skuldatryggingarálag íslensku bankanna olli því í gærdag að krónan veikist um rúm prósent og hefur gengi hennar ekki verið lægra í rúman mánuð.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu á vefsíðu sinni í morgun. Þar segir að veikingu krónunnar megi einnig rekja til þess að menn hafi áhyggjur af því að ársfjórungsuppgjör bankana á næstu dögum muni sýna að töluvert hafi dregið úr hagnaði þeirra.

Skuldatryggingarálag Kaupþings og Glitnis er nú yfir 1.000 púnktum og hjá Landsbankanum er það komið í 675 púnkta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×