Viðskipti innlent

Skuldatryggingarálag á uppleið

Smelltu á myndina til þess að stækka hana.
Smelltu á myndina til þess að stækka hana.

Skuldatryggingarálag íslensku bankanna er á uppleið og nálgast nú 1000 punkta. Álagið fór hæst í 1085 punkta á Kaupþing og 1025 punkta á Glitni í mars síðastliðinn. Skuldatryggingar­­álagið á Landsbankann er nokkuð lægra og stendur í rúmlega 600 punktum.

Financial Times greinir frá því hefur eftir greinanda á íslensku bönkunum að að það sé ekki nein augljós ástæða fyrir þessum hækkunum. Álag yfir 1000 punkta merkir jafnan að bankar séu mjög líklegir til að fara í gjaldþrot.

„Það er ekki hægt að tala um raunverulega verðmyndum á þessum markaði, sem er ákaflega ógagnsær og ekki opinber," segir Jónas Sigurgeirsson, forstjóri samskiptasviðs hjá Kaupþingi. Hann bendir á sérfræðingar Kaupþings hafi sagt að lítil viðskipti fari fram með skuldatryggingar og upplýsingar um verð sé að mestu byggðar á tilboðum. „Þróunin á þessum markaði er vissulega óþægileg fyrir bankann en til lengri tíma litið er það raunverulegur rekstrarárangur og efnahagslegur styrkur sem skiptir máli, Kaupþing hefur verið að gefa út skuldabréf á mun betri kjörum en skuldatryggingarálagið gefur til kynna," segir Jónas.

David Oakley, greinarhöfundur Financial Times benti á óskilvirkni skuldatryggingarálags í nýlegri grein. Þar tók hann Kaupþing sem dæmi og bendir á að bankinn hafi nýlega gefið út skuldabréf með um 200 punkta álagi en á sama tíma hafi álagið á markaði verið um 500 punktar.

Hann bendir jafnframt á að skuldatryggingarálag hafi verið betri mælikvarði þegar nægt fjámagn var til staðar á markaði en á síðastliðnum mánuðum hafi álagið ekki verið jafn góður mælikvarði á áhættu og áður. Seljanleiki sé ekki jafn mikill og áður sem bitni á þeim viðskiptum sem fara fram með skuldatryggingarálag. - bþa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×