Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður fjölgar veðhæfum bréfum

Húsakynni Íbúðalánasjóðs.
Húsakynni Íbúðalánasjóðs.

Íbúðalánasjóður birti í dag reglur sem gilda um lán sjóðsins til fjármálafyrirtækja gegn veði í íbúðalánum viðkomandi stofnana. Eins og áður hefur verið greint verður að hámarki þrjátíu milljörðum varið til aðgerðanna sem ætlað er að létta á þeim lausafjárskorti sem ríkir á innlendum fjármálamarkaði.

Í Hálffimm fréttum Kaupþings segir að Íbúðalánasjóður reki nokkra áberandi varnagla og er það vel.

Greiningardeild Kaupþings hefur áður komið þeirri skoðun sinni á framfæri að áhrifin af þessari aðgerð verði takmörkuð þótt vissulega verði þau jákvæð. Segir í fréttabréfi Kaupþings að „á heildina litið hljóma því 30 milljarðar sem takmörkuð aukning á safni þeirra bréfa sem veðhæf eru í augum Seðlabankans en án efa mun þó þrýstingnum verða létt nokkuð af þeim fyrirtækjum sem enn eru að undirbúa skuldavafninga sína."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×