Viðskipti innlent

Segir að verðbólgan nái hámarki í 14% í ágúst

Greining Landsbankans segir að verðbólga ná hámarki í rúmum 14% í ágúst. Hratt dragi úr verðhækkunum í haust þegar gengi krónunnar verður orðið stöðugra.

Verðbólga næstu 12 mánuði verður ríflega 5% að því gefnu að forsendur greiningarinnar um launaþróun gangi eftir.

Í nýrri spá um verðbólguna kemur fram að greining Landsbankans telur að það taki ívið lengri tíma en hún hefur áður reiknað með að koma böndum á verðbólguna. Krónan er mun veikari en von var á og framvinda alþjóðlegu fjármálakreppunnar gefur litla von um að sú þróun gangi til baka í bráð.

"Við eigum von á því að verðbólga mælist um 12% frá upphafi til loka þessa árs en stærstur hluti þeirrar hækkunar er þegar kominn fram. Samkvæmt spá okkar verður verðbólga í námunda við verðbólgumarkmiðið í lok árs 2009," segir í tilkynningu um málið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×