Fleiri fréttir

Íslensk tækni í Nýfundnalandi

Íslenska tæknifyrirtækið D-Tech setjur upp hreinsibúnað fyrir fiskvinnslu í Fogo Island Co-Operative Society í Nýfundnalandi. Verkefnið kom til eftir að fyrirtækið fékk 55.000 dala styrk frá sjávarútvegsráðuneyti landsins – eða vel rúmlega sjö milljónir íslenskra króna.

Olíudraumur að baki

Danska fyrirtækið Maersk Oil hefur ákveðið að bíða með ákvörðun um að bora eftir olíu undan strönd Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að allt að 50 milljarðar fata af olíu og gasi kunni að finnast í landgrunninu utan við Grænland.

Hafa krafist þess að Valitor verði tekið til gjaldþrotaskipta

Tvö fyrirtæki sem önnuðust söfnun styrktarfjár fyrir Wikileaks hafa krafist þess að Valitor, útgefandi VISA á Íslandi, verði tekið til gjaldþrotaskipta vegna ógreiddrar skaðabótakröfu sem er rúmlega 10 milljarðar króna með vöxtum.

Gullegg á tjörninni

Tvö stór Gullegg prýða nú eyjuna á tjörninni og spyrja menn sig sjálfsagt hvaða stóri fugl hafi verið þar á ferð.

Dæmi þess að nýfædd börn séu skráð í Búseta

517 gengu í Búseta í fyrra í samanburði við 420 árið 2012. Dæmi eru um að foreldrar skrái nýfædd börn í félagið. Búseti stendur vel og hyggst fjölga íbúðum úr 750 í 1.250 á höfuðborgarsvæðinu að því er segir í tilkynningu frá félaginu.

Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna

Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu.

Hverfin gera kröfur til reksturs lágverðsverslana

Þrjár Nóatúnsverslanir verða lagðar niður og Krónan opnuð í húsnæði þeirra. Forstjóri Festu, sem rekur verslanirnar, segir að stemning sé fyrir verslunum með hefðbundið kjötborð. Vanda þurfi val á staðsetningu þeirra.

Jón Steinar aftur í lögmennsku

Feðgarnir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og Konráð Jónsson héraðsdómslögmaður ætla að hefja störf á Veritas lögmannsstofu þann 1. mars.

Rússar íhuga niðurskurð

Fjármálaráðherra Rússlands segir að allir útgjaldaliðir verði skornir niður um tíu prósent, nema varnir.

997 þúsund ferðamenn heimsóttu Ísland á árinu

Aðeins vantaði 2.444 ferðamenn upp á að sá milljónasti kæmi til landsins á nýliðnu ári. Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og aðra flugvelli var 997.556 árið 2014.

Orð eru til alls fyrst

Eftir nokkurn barning náðust loks samningar um kaup og kjör lækna. Þó að innihald þeirra sé ekki orðið opinbert er ljóst af kröfum lækna að launahækkunin er mjög mikil og líklega umfram það sem eðlilegt getur talist eða nauðsynlegt.

Fólk hafi hvata til að bæta kjör sín

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að skattkerfið sé enn of flókið. Hann vill einfalda tekjuskatt einstaklinga, sem er nú í þremur þrepum og vinna áfram að einföldun virðisaukaskattskerfisins. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur áhyggjur af ban

Hannes í lágflugi

Ein frétt hefur flogið undir radar í fjölmiðlum undanfarna viku, og það eru kaup kínverska líftæknifyrirtækisins WuXi Pharmatech á Nextcode Health.

Minni skuldir betri

Skuldamargfaldarar benda til þess að fyrirtæki landsins hafi verið of skuldsett árin 1997 til 2012, að því er fram kemur í erindi Steins Friðrikssonar, sérfræðings á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, sem haldið var síðdegis í gær á málstofu um fjármagnsskipan og fjárhagslega stöðu 500 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi.

2015 sagt verða ár samtengdra hluta

Að vanda kenndi margra grasa á heimilistækjasýningunni CES 2015 í Las Vegas í Bandaríkjunum. Sumir segja upp runna tíð nettengdra hluta, sem hjálpi fólki að safna upplýsingum og greina hegðan, eða sækja hagnýt gögn. Hér er kíkt á brotabrot af því græjufló

Budvar sló öll sín eigin met

Tékkneska ríkisbruggfélagið Budejovicky Budvar, átt hefur í stríði við bandaríska bjórrisann Anheuser-Busch vegna notkunar á vörumerkinu "Budweiser“, segir heildarframleiðslu og útflutning fyrirtækisins hafa náð methæðum árið 2014.

Sjá næstu 50 fréttir