Viðskipti innlent

Minni skuldir betri

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Steinn Friðriksson
Steinn Friðriksson
Skuldamargfaldarar benda til þess að fyrirtæki landsins hafi verið of skuldsett árin 1997 til 2012, að því er fram kemur í erindi Steins Friðrikssonar, sérfræðings á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, sem haldið var síðdegis í gær á málstofu um fjármagnsskipan og fjárhagslega stöðu 500 stærstu fyrirtækjanna á Íslandi.

Fyrir fjármálaáfallið 2008 er svigrúm fyrirtækja til að auka við skuldir sínar sagt hafa verið lítið. „Fjármálaáfallið hafði mikil áhrif á skuldastöðu fyrirtækjanna og fjölgaði verulega fyrirtækjum með neikvætt eigið fé,“ segir í samantekt Seðlabankans á niðurstöðum Steins. „Staða fyrirtækjanna batnaði mikið fyrstu fjögur árin á eftir og var orðin sögulega nokkuð góð árið 2012.“ Út frá sjónarmiðum um fjármálastöðugleika er þó ef til vill sagt æskilegra að skuldsetning fyrirtækjanna sé minni. Á tímabilinu hafi fjárhagsleg staða fyrirtækjanna líka verið mjög breytileg eftir atvinnugreinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×