Viðskipti innlent

Greiðslukortavelta jókst um rúmlega tvö prósent milli ára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kortavelta í verslun er góð vísbending um þróun einkaneyslunnar.
Kortavelta í verslun er góð vísbending um þróun einkaneyslunnar. vísir/vilhelm
Greiðslukortavelta í heild jókst um 2,2% í desember milli ára, mælt á föstu verðlagi en þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Kortavelta jókst á alla mælikvarða í desember. Eftir nokkurn samdrátt á þriðja fjórðungi síðasta árs tók kortaveltan stökk upp á við á þeim fjórða. Kortavelta í verslun jókst um 3,9% frá fyrra ári og heildarkortavelta um 5,5%. Alls jókst kortaveltan um 3,3% árið 2014 og kortavelta í verslun innanlands um 1,7% á föstu verðlagi.

Kortavelta í verslun er góð vísbending um þróun einkaneyslunnar. Aukning var í vexti einkaneyslu fyrstu tvo fjórðunga ársins 2014 en mjög dró úr hraða aukningarinnar á þriðja fjórðungi í samræmi við tölur um kortaveltu.

Á fjórða fjórðungi var aftur mikil aukning í kortaveltunni. Þessi aukning gefur til kynna að einkaneyslan hafi tekið við sér á fjórða fjórðungi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×