Olíudraumur að baki Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. janúar 2015 00:01 Við Grænland. Grænlendingar vonuðust til að olía og málmar myndu færa þeim milljarða í tekjur. Fréttablaðið/Vilhelm Danska fyrirtækið Maersk Oil hefur ákveðið að bíða með ákvörðun um að bora eftir olíu undan strönd Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að allt að 50 milljarðar fata af olíu og gasi kunni að finnast í landgrunninu utan við Grænland. Olíurisarnir BP, Shell og Statoil hafa tekið þátt í leitinni að olíu auk Cairn Energy en árangur hefur verið lítill, að því er segir á vef Dagens Industri. London Mining var með áætlun um að grafa eftir járnmálmi fyrir norðan Nuuk en verðfall á málmi og ebóla meðal námumanna á vegum fyrirtækisins í Síerra Leóne kom því á kné. Grænlendingar vonuðust til þess að þegar tekjur af olíu færu að streyma inn væri hægt að hefja viðræður við Dani um sjálfstæði. Andreas Uldum, fjármála- og auðlindaráðherra Grænlands, segir draumana um milljarðatekjur barnalega. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir honum að þegar hann var kjörinn á þing, sem var árið 2009, hafi hann talið að milljarðatekjur af olíu- og málmvinnslu færu að streyma inn eftir eitt eða tvö ár. Sú hafi ekki orðið raunin. Hann segist ekki vita um neinn grænlenskan stjórnmálamann sem viðurkenni ekki að hafa átt þátt í að byggja upp loftkastala. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Danska fyrirtækið Maersk Oil hefur ákveðið að bíða með ákvörðun um að bora eftir olíu undan strönd Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að allt að 50 milljarðar fata af olíu og gasi kunni að finnast í landgrunninu utan við Grænland. Olíurisarnir BP, Shell og Statoil hafa tekið þátt í leitinni að olíu auk Cairn Energy en árangur hefur verið lítill, að því er segir á vef Dagens Industri. London Mining var með áætlun um að grafa eftir járnmálmi fyrir norðan Nuuk en verðfall á málmi og ebóla meðal námumanna á vegum fyrirtækisins í Síerra Leóne kom því á kné. Grænlendingar vonuðust til þess að þegar tekjur af olíu færu að streyma inn væri hægt að hefja viðræður við Dani um sjálfstæði. Andreas Uldum, fjármála- og auðlindaráðherra Grænlands, segir draumana um milljarðatekjur barnalega. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir honum að þegar hann var kjörinn á þing, sem var árið 2009, hafi hann talið að milljarðatekjur af olíu- og málmvinnslu færu að streyma inn eftir eitt eða tvö ár. Sú hafi ekki orðið raunin. Hann segist ekki vita um neinn grænlenskan stjórnmálamann sem viðurkenni ekki að hafa átt þátt í að byggja upp loftkastala.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira