Sorpa braut samkeppnislög: 45 milljón króna sekt staðfest Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. janúar 2015 14:41 vísir/valli Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Í desember 2012 sektaði Samkeppniseftirlitið Sorpu um 45 milljónir vegna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi leiki á því að Sorpa er félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla og í dag kvað Héraðsdómir Reykjavíkur upp dóm í málinu. Brot Sorpu er sagt hafa raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Er í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hafi ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hafi ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum. Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag 45 milljón króna sekt á Sorpu vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Í desember 2012 sektaði Samkeppniseftirlitið Sorpu um 45 milljónir vegna brota á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að Sorpa bs, sem er byggðarsamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að brjóta gegn markaðsráðandi stöðu sinni á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Það gerði Sorpa með því að veita eigendum sínum, sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þótt fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarféölgin í móttökustöð Sorpu í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til Sorpu að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga í samræmi við ákvæði samkeppnislaga. Sorpa kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og Sorpu félli ekki undir samkeppnislög. Í mars 2013 staðfesti áfrýjunarnefnd samkeppnismála ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Í úrskurðinum komst áfrýjunarnefndin meðal annars að þeirri niðurstöðu að enginn vafi leiki á því að Sorpa er félag í skilningi samkeppnislaga og að ákvæði sérlaga takmarki ekki heimildir samkeppnisyfirvalda til að beita bannákvæðum samkeppnislaga gagnvart Sorpu. Féllst nefndin ekki á kröfu Sorpu um lækkun sektar vegna brotsins. Sorpa skaut úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla og í dag kvað Héraðsdómir Reykjavíkur upp dóm í málinu. Brot Sorpu er sagt hafa raskað möguleikum annarra aðila til að keppa við hið opinbera fyrirtæki. Dómstóllinn féllst ekki á kröfu Sorpu um niðurfellingu eða lækkun sektar. Er í því sambandi meðal annars bent á að brot Sorpu hafi ekki verið smávægilegt og að fyrirtækið hafi ekki haft gildar ástæður til að telja sig undanþegið samkeppnislögum.
Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira