Hverfin gera kröfur til reksturs lágverðsverslana Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira