Hverfin gera kröfur til reksturs lágverðsverslana Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. janúar 2015 07:00 Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir. Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna. Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar alls sextán, víðs vegar um landið. Jón Björnsson, forstjóri Festu, sem rekur matvöruverslanirnar segir að ákvörðunin eigi sér töluverðan aðdraganda og hafi verið ræddar þegar Festi tók verslanirnar yfir í mars. „En þetta var ekki gert fyrr en að fullkönnuðu máli hvað varðar viðskiptavini hvers hverfis og framtíðarmöguleika hverrar búðar,“ segir hann. Jón segir að stemningin fyrir verslunum á borð við Nóatúnsverslanirnar, með fínu kjötborði og meiri lúxus, hafi þó alls ekki minnkað. „Við höldum í rauninni að það sé ágætis farvegur fyrir búðir sem leggja áherslu á hefðbundið kjötborð sem við þekkjum. Við teljum að það sé frjór jarðvegur. Það þarf hins vegar að vanda mjög til staðsetningar slíkra verslana. Sum hverfi gera ekki kröfur til þeirra á meðan þau gera kröfur til lágverðsverslana,“ segir Jón. Hann bendir á að þegar verslun hafi einungis eitt hús á hverjum stað þá verði að meta vel hvað eigi að bjóða viðskiptavinum upp á. „Það er það sem ræður stöðunni á hverjum stað. Við höfum ekki verið með Krónuverslun í þessum hverfum,“ segir Jón. Það sé ekkert útilokað að fyrirtækið fjárfesti í annars konar smásölustarfsemi sem tengist mat og sé ekki byggð á lágverðsverslunarhugmyndafræði. „Við ætlum að halda áfram með Nóatún í Austurveri sem hefur að mínu viti verið hin raunverulega Nóatúnsbúð og getað staðið vel undir því loforði, þó að við ætlum að gera enn betur þar,“ segir hann. Ef það verða tækifæri á öðrum stöðum til að uppfylla sömu kröfur og í Nóatúni í Austurveri þá verði horft á það. „Hvort sem það væri undir nafni Nóatúns eða öðrum nöfnum,“ segir Jón. Jón segir að Festi hafi jafnframt mikinn áhuga á því að bæta við Krónuverslunum. Verið sé að undirbúa opnun nýrrar verslunar í Hafnarfirði. „Þar erum við að byggja hús í Flatahrauni þar sem við ætlum að opna búð 2016. En við höfum haft áhuga á öðrum staðsetningum líka,“ segir hann. Jón segir að fjárfesting að baki opnun nýrrar verslunar sé slík að það sé ákvörðun sem sé tekin til margra ára. „Og það þarf virkilega að vanda til,“ segir Jón.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira