Valitor undirbýr aukna starfsemi erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Viðar segir að kaupin séu í takt við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á mörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi. fréttablaðið/stefán Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira