Gerir fólki kleift að sitja í New York og „heimsækja“ Jökulsárlón Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2015 09:15 Örvar Friðriksson með sýndarveruleikahjálminn. Vísir/GVA „Þegar maður situr á spítalabekk í sjö ár sem aðstandandi þá fær maður rosalega mikinn tíma til að hugsa og mig langaði að koma með eitthvað nýtt, eitthvað sem enginn hefur gert áður,“ segir Örvar Friðriksson sem nýlega stofnaði fyrirtækið Console.is sem mun sérhæfa sig í svokallaðri sýndarferðamennsku (e. virtual reality tourism) með notkun dróna. Örvar missti konuna sína, Berglindi Guðmundsdóttur, úr krabbameini síðastliðið haust eftir sjö ára baráttu við sjúkdóminn og segir að hún hafi veitt sér mikinn innblástur: „Ég hugsaði þetta mikið. Sérstaklega seinustu tvo mánuðina sem hún var á líknardeildinni og ég bjó þar með henni. Hún sagði bara við mig: „Örvar, nú átt þú að hætta að fresta þínu lífi og bara láta draumana þína rætast.“ Svo um leið og ég var búinn að jarða hana bókaði ég mér ferð til New York og fór að sækja mér tengsl og ræddi meðal annars við ýmsa aðila sem starfa í kvikmyndum.“Örvar býður upp á sýndarferðamennsku sem hann kallar Rymur Virtual Reality.Vísir/GVALætur þau tæki sem til eru nú þegar „tala saman“ Örvar segir að hann hafi langað til að koma fram með eitthvað nýtt og hans nálgun sé sú samþætting á tækjum sem til eru nú þegar; að láta þau „tala saman“. Í kjölfar ferðarinnar til New York fór hann að skoða sýndarveruleika. „Drónunum sem ég er að taka inn er stýrt af tveimur mönnum, einum sem er að fljúga og einum sem er á kamerunni. Ef við tökum Ísland sem dæmi þá eru rosalega margir, sérstaklega Bandaríkjamenn, sem þekkja ekki Ísland og líta framhjá því. Það þrátt fyrir þann aukna ferðamannastraum sem við höfum upplifað síðustu tvö ár. Ég sá fyrir mér, fyrst að við getum stýrt kamerunni sér, að tengja það yfir í nokkurs konar sýndarveruleikahjálm frá Samsung sem er sem sagt gleraugu og heyrnartól. Ég mun „branda“ þetta sem Rymur Virtual Reality en Rymur er eitt af nöfnum þrumuguðsins Þórs,“ segir Örvar. Hann segist raunar ekki hrifinn af íslenska orðinu flygildi fyrir dróna og kýs frekar að nota Rym.Fyrirtæki Örvars mun vera með skrifstofu í New York þar sem það mun geta tekið á móti fólki sem fer í „ferðalag“ til Íslands.Vísir/GVAByrjar að bjóða upp á þjónustuna eftir 7 vikur Örvar stefnir á að byrja að bjóða upp á þjónustuna í New York þann 1. mars eða eftir um sjö vikur. Fyrirtækið mun vera með skrifstofu í New York með tíu Lazy-Boy-stólum og tíu hjálmum. „Þar munum við geta tekið á móti hópum þar sem fólk er beintengt við kameruna sem við erum með hér, ímyndum okkur að við séum til dæmis yfir Jökulsárlóni, og svo skiptist það á að stýra henni. Við munum bjóða upp á tvenns konar ferðir. Annars vegar ferðir í þægilegri kantinum og svo hins vegar fyrirfram hnitaðar ferðir sem verða algjör rússíbanareið og bara fyrir þá allra hörðustu.“ Átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu en Örvar er nú að leita að fólki sem kann að fljúga drónum. Hann stofnaði fyrirtækið formlega þann 28. nóvember síðastliðinn og segir að mest öll vinnan hafi farið fram seinasta eina og hálfa mánuðinn. Á næstunni mun Örvar svo fara til San Fransisco og kynna fyrirtækið frekar. Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
„Þegar maður situr á spítalabekk í sjö ár sem aðstandandi þá fær maður rosalega mikinn tíma til að hugsa og mig langaði að koma með eitthvað nýtt, eitthvað sem enginn hefur gert áður,“ segir Örvar Friðriksson sem nýlega stofnaði fyrirtækið Console.is sem mun sérhæfa sig í svokallaðri sýndarferðamennsku (e. virtual reality tourism) með notkun dróna. Örvar missti konuna sína, Berglindi Guðmundsdóttur, úr krabbameini síðastliðið haust eftir sjö ára baráttu við sjúkdóminn og segir að hún hafi veitt sér mikinn innblástur: „Ég hugsaði þetta mikið. Sérstaklega seinustu tvo mánuðina sem hún var á líknardeildinni og ég bjó þar með henni. Hún sagði bara við mig: „Örvar, nú átt þú að hætta að fresta þínu lífi og bara láta draumana þína rætast.“ Svo um leið og ég var búinn að jarða hana bókaði ég mér ferð til New York og fór að sækja mér tengsl og ræddi meðal annars við ýmsa aðila sem starfa í kvikmyndum.“Örvar býður upp á sýndarferðamennsku sem hann kallar Rymur Virtual Reality.Vísir/GVALætur þau tæki sem til eru nú þegar „tala saman“ Örvar segir að hann hafi langað til að koma fram með eitthvað nýtt og hans nálgun sé sú samþætting á tækjum sem til eru nú þegar; að láta þau „tala saman“. Í kjölfar ferðarinnar til New York fór hann að skoða sýndarveruleika. „Drónunum sem ég er að taka inn er stýrt af tveimur mönnum, einum sem er að fljúga og einum sem er á kamerunni. Ef við tökum Ísland sem dæmi þá eru rosalega margir, sérstaklega Bandaríkjamenn, sem þekkja ekki Ísland og líta framhjá því. Það þrátt fyrir þann aukna ferðamannastraum sem við höfum upplifað síðustu tvö ár. Ég sá fyrir mér, fyrst að við getum stýrt kamerunni sér, að tengja það yfir í nokkurs konar sýndarveruleikahjálm frá Samsung sem er sem sagt gleraugu og heyrnartól. Ég mun „branda“ þetta sem Rymur Virtual Reality en Rymur er eitt af nöfnum þrumuguðsins Þórs,“ segir Örvar. Hann segist raunar ekki hrifinn af íslenska orðinu flygildi fyrir dróna og kýs frekar að nota Rym.Fyrirtæki Örvars mun vera með skrifstofu í New York þar sem það mun geta tekið á móti fólki sem fer í „ferðalag“ til Íslands.Vísir/GVAByrjar að bjóða upp á þjónustuna eftir 7 vikur Örvar stefnir á að byrja að bjóða upp á þjónustuna í New York þann 1. mars eða eftir um sjö vikur. Fyrirtækið mun vera með skrifstofu í New York með tíu Lazy-Boy-stólum og tíu hjálmum. „Þar munum við geta tekið á móti hópum þar sem fólk er beintengt við kameruna sem við erum með hér, ímyndum okkur að við séum til dæmis yfir Jökulsárlóni, og svo skiptist það á að stýra henni. Við munum bjóða upp á tvenns konar ferðir. Annars vegar ferðir í þægilegri kantinum og svo hins vegar fyrirfram hnitaðar ferðir sem verða algjör rússíbanareið og bara fyrir þá allra hörðustu.“ Átján manns starfa nú hjá fyrirtækinu en Örvar er nú að leita að fólki sem kann að fljúga drónum. Hann stofnaði fyrirtækið formlega þann 28. nóvember síðastliðinn og segir að mest öll vinnan hafi farið fram seinasta eina og hálfa mánuðinn. Á næstunni mun Örvar svo fara til San Fransisco og kynna fyrirtækið frekar.
Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira