Viðskipti innlent

Íslensk tækni í Nýfundnalandi

Svavar Hávarðsson skrifar
Í Petty Harbour i Nýfundnalandi þar sem sjávarútvegur er rótgróinn.
Í Petty Harbour i Nýfundnalandi þar sem sjávarútvegur er rótgróinn. Fréttablaðið/Svavar
Íslenska tæknifyrirtækið D-Tech setjur upp hreinsibúnað fyrir fiskvinnslu í Fogo Island Co-Operative Society í Nýfundnalandi.

Verkefnið kom til eftir að fyrirtækið fékk 55.000 dala styrk frá sjávarútvegsráðuneyti landsins – eða vel rúmlega sjö milljónir íslenskra króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenska sjávarklasanum, þar sem D-Tech er til húsa.

Tækni D-Tech mun leiða til minni vatns- og efnanotkunar við þrif og lækka þannig rekstrarkostnað um leið og vinnsla verður hagkvæmari og umhverfisvænni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×