Viðskipti innlent

Nýir stjórnendur hjá 365

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vinstri: Guðmundur Björnsson, Fríða Rut Hallgrímsdóttir, Svanur Valgeirsson og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.
Frá vinstri: Guðmundur Björnsson, Fríða Rut Hallgrímsdóttir, Svanur Valgeirsson og Petrea Ingileif Guðmundsdóttir. Vísir
Fjórar breytingar hafa verið gerðar á stjórnendahópi 365. Petrea Ingileif Guðmundsdóttir tekur við starfi framkvæmdastjóri þjónustu-, sölu- og markaðsmála . Hún var framkvæmdastjóri Tals á liðnu ári og þar áður framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skjánum, ásamt því að vinna ýmis sérfræðings- og stjórnunarstörf hjá Símanum.

Petrea Ingileif Guðmundsdóttir.
Petrea er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún er gift Benedikt K. Magnússyni og saman eiga þau þrjár stúlkur.

Samfara ráðningu Petreu hefur verið gengið frá ráðningu þriggja forstöðumanna á sviðið.  Guðmundur Halldór Björnsson verður forstöðumaður vörustjórnunar og markaðssetningar og Fríða Rut Hallgrímsdóttir tekur við starfi forstöðumanns Þjónustu. Þau komu bæði frá Tal.

Svanur Valgeirsson.
Þá hefur Svanur Valgeirsson verið ráðinn auglýsingastjóri og mun hann gegna því starfi samhliða starfi mannauðsstjóra félagsins. Hann hefur unnið hjá 365 í tæp tvö ár.

Svanur hefur unnið tæp tvö ár hjá 365 en vann áður í fjögur ár sem rekstrarstjóri Debenhams og í átta ár sem starfsmannastjóri Bónus. Svanur er með B.A.-próf í íslensku frá Háskóla Íslands. Hann á þrjá syni, tvo með núverandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Dóru Marteinsdóttur.

„Við höfum unnið að því að einfalda skipurit og fækka stjórnendum. Samruninn við Tal er genginn í gegn og við komin niður á það skipulag sem við teljum best fyrir 365. Markmiðið var að einfalda og straumlínulaga reksturinn,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, í tilkynningu frá fyrirtækinu. Hann bætir við að við þessar breytingar verði jafnt hlutfall kynja í yfirstjórn félagsins.

Fríða Rut Hallgrímsdóttir.
„Það eru sérstaklega ánægjuleg tímamót,“ segir Sævar Freyr.

Fríða Rut starfaði áður hjá Tal sem forstöðumaður þjónustusviðs. Fyrir þann tíma var hún m.a. deildarstjóri þjónustusviðs Borgunar og þjónustustjóri Domino´s.

Þá hefur hún unnið sem ráðgjafi og setið í stjórnum nokkurra fyrirtækja.  Fríða er með B.S.-próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst.

Hún er í sambúð með Enok Jóni Kjartanssyni og á með honum 2 börn.

Guðmundur Halldór Björnsson.
Guðmundur Halldór starfaði áður hjá Tal sem forstöðumaður sölu- og markaðssviðs.

Guðmundur hefur yfir 14 ára reynslu af sölu- og markaðsmálum og hefur meðal annars starfað sem vöru- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Já og faglegur stjórnandi markaðsmála hjá Símanum.

Guðmundur er með B.S.-próf í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands. Hann er kvæntur Írisi Huld Halldórsdóttur og á með henni 2 stúlkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×