Viðskipti innlent

Hilton Reykjavík Nordica hlýtur Make it Right verðlaunin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Á myndunum má sjá Elínu Bjarnadóttur, Hildi Bridde, Katrínu Grétarsdóttur og Aðalgeir Ásvaldsson starfsfólk á Hilton Reykjavík Nordica.
Á myndunum má sjá Elínu Bjarnadóttur, Hildi Bridde, Katrínu Grétarsdóttur og Aðalgeir Ásvaldsson starfsfólk á Hilton Reykjavík Nordica. mynd/aðsend
Starfsfólk Hilton Reykjavík Nordica tryggði hótelinu Make it Right verðlaunin í Evrópu fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2014  en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá hótelinu.

Make it Right er þjónustuátak sem Hilton allstaðar í heiminum vinna eftir. Markmið átaskins er einfaldlega að koma á móts við allar fyrirspurnir og greiða hratt og örugglega úr vandamálum sem geta komið upp.

Þegar vandamál koma upp er mikilvægt að bæta úr þjónustutapi á viðeigandi hátt á meðan gesturinn er enn í húsi og með því fara fram úr væntingum.

Einnig eru gestir hvattir til að tjá sig um þjónustuna og mál sem koma upp meðan á dvölinni stendur svo mögulegt sé að persónugera þjónustuna og koma á móts við mismunandi kröfur gesta án þess að gestir þurfi að spyrja eftir þeim við hverja komu.

Katrín Grétarsdóttir gestamóttökustjóri er mjög stolt af verðlaununum og segir þau enn eina rós í hnappagatið fyrir Hilton á Íslandi. „Þetta eru mikilvæg þjónustuverðlaun fyrir góðan árangur. Við höfum bætt okkur mikið og erum að gera þetta rétt,“ segir Katrín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×