Viðskipti innlent

Nóatún verður að Krónunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nóatún í Austurveri heldur áfram velli.
Nóatún í Austurveri heldur áfram velli.
Á næstu mánuðum mun Krónan opna þrjár nýjar verslanir þar sem nú eru Nóatúnsverslanir.  Verslanirnar í Grafarholti, Hamraborg og Nóatúni munu breytast úr Nóatúni í Krónuna en þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi.

Með þessum breytingum verða verslanir Krónunnar 16, víðs vegar um landið og bjóða sama verðið á öllum stöðum.

Nóatún Austurveri mun halda áfram að bera merki Nóatúns og leggja áherslu á kjötborð, ferskvöru, heitan mat og veisluþjónustu auk úrvals af gæðavörum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×