Fleiri fréttir

Ráðherra vísar á Bankasýsluna

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki látið fara fram óháða athugun á því hvort þeir 2,2 milljarðar króna sem Eignarhaldsfélag Borgunar greiddi fyrir hlutinn séu hæsta verð sem hægt hefði verið að fá og vísar á Bankasýsluna.

Sveitarstjórn auglýsir eftir kaupmanni

Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að auglýsa eftir aðila sem er tilbúinn að taka að sér að reka matvöruverslun á Reykhólum.

Olíuleitin hagstæðari vegna verðfalls á olíu

Enginn bilbugur er á sérleyfishöfum á Drekasvæðinu, þótt olíuverð hafi hrapað um helming. Talsmaður Eykons segir þvert á móti að nú verði olíuleitin ákjósanlegri og tilkostnaður töluvert lægri.

Innflutningstollar dýru verði keyptir

Innfluttar búvörur hafa hækkað um allt að þriðjung á milli ára vegna lítilla kvóta til innflutnings og allt að fimmtungi meiri eftirspurn. Ríkið eykur tekjur sínar vegna þessa um tugi milljóna á ári. Félag atvinnurekenda segir ríkið taka til sín ólögmætar skatttekjur.

Staða Íslands án fordæma í heiminum

Haftaástandið sem íslensk stjórnvöld glíma við er algjörlega án fordæma í heiminum. Einu ríkin sem hafa tekið upp útgönguskatt á fjármagnsflutninga, sambærilegum þeim sem nú er til skoðunar hér á landi, eru Malasía og Hvíta Rússland. Ef útgönguskatturinn verður 20 prósent mun hann skila ríkissjóði að minnsta kosti 500 milljörðum króna.

Þú ert lykilorð framtíðar

Fjölmörg tæknifyrirtæki líta nú til lífkenna til að auka öryggi. Tæknina er hægt að nota við matarinnkaup eða jafnvel til að taka bílinn úr lás. Hjartsláttararmband er í þróun og talið efnilegt.

Kapp og eignastýring fara illa saman

Andrúmsloft mikillar samkeppni ríkti fyrir hrun milli þeirra sem hér á landi höfðu fengið viðurnefnið „útrásarvíkingar“ að því er fram kemur í viðtali Sunday Times í Bretlandi við Björgólf Thor Björgólfsson fjárfesti.

Fjármögnunin tryggð en ESA tefur framkvæmdir

Heildarfjármögnun kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hefur verið tryggð. Óvissa er hins vegar um hve löng töf verði vegna þeirrar ákvörðunar ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að rannsaka hvort ólögmæt ríkisaðstoð felist í samningum Landsvirkjunar og Landsnets vegna kísilversins.

Raftæki rjúka út úr verslunum

Kaupmenn segja neytendur fylgjast vel með verðlækkunum og að fjölmargir hafi beðið með að kaupa stærri tæki þar til eftir áramót.

Seðlabankinn kynnir skilmála

Seðlabanki Íslands birti í gær auglýsingar á ensku um breytingar á útboðsskilmálum vegna kaupa bankans á krónum í skiptum fyrir erlendan gjaldeyri.

Opna næstu F&F-verslun í mars

Hagkaup mun opna fleiri F&F-verslanir á þessu ári. Fyrsta slíka verslunin var opnuð á 2. hæð í Hagkaupi í Kringlunni í nóvember og voru viðtökurnar góðar. Þetta segir í árshlutauppgjöri Haga fyrir tímabilið 1. mars til 30. nóvember.

Taðreykt hvalseistu notuð í þorrabjórinn

Eigendur Brugghúss Steðja í Borgarfirði hafa þróað bjór sem inniheldur taðreykt eistu úr langreyðum. Eitt heilt eista í hverja bruggun. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir engar athugasemdir en það bannaði í fyrra sölu á bjór með hvalmjöli.

Hafa ekkert heyrt af tómatagróðurhúsinu

Bæjaryfirvöld í Grindavík hafa í tæpa fjóra mánuði ekki heyrt í forsvarsmönnum hollenska fyrirtækisins EsBro, sem áformar að reisa 150 þúsund fermetra tómatagróðurhús í um tíu kílómetra fjarlægð frá bænum.

Fá ekki gögn frá Fjármálaeftirlitinu

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni tryggingarfélagið Brit Insurance LTd. og fleiri um að Fjármálaeftirlitið láti af hendi gögn um Landsbanka Íslands.

Viðræður Sam-félagsins og Netflix á lokametrunum

Eigendur Sam-félagsins eru við það að loka samningi við bandaríska afþreyingarfyrirtækið Netflix. Niðurstaða í viðræðum Senu og Netflix ætti að liggja fyrir á næstu vikum en Myndform á eitthvað lengra í land.

Tilkynnt var um níu hópuppsagnir í fyrra

Fjöldi þeirra sem misstu vinnuna í hópuppsögnum dróst saman um 35,7 prósent milli áranna 2013 og 2014. Alls misstu í fyrra 202 vinnuna í níu hópuppsögnum.

Hvert er planið?

Óvissa ríkir í heilbrigðismálum þjóðarinnar. Fram undan virðast vera átök á vinnumarkaði og hagvöxtur er orðinn neikvæður samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Forsætisráðherra kemur í viðtal á Sprengisandi og talar um að slíta formlega aðildarviðræðum við ESB í trássi við kosningaloforð og vilja þjóðarinnar og reynir að sannfæra þjóðina um að leki út úr stjórnkerfinu sé algengur og eðlilegur.

Ósamhverfar verðbreytingar olíu

Jákvæð teikn eru á lofti á íslenskum hlutabréfamarkaði. Til að mynda hefur úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkað um rúmlega 4% frá áramótum.

Bensínlítrinn undir 200 krónur

Olís og ÓB hafa lækkað verð á bensíni og er það nú komið niður fyrir 200 krónur lítrinn, nánar til tekið í 199,6 krónur.

Samherji fær að eiga meirihluta í Slippnum

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Samherja á 80 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu ESTIA hf. Samherji er eftir kaupin meirihlutaeigandi í Slippnum Akureyri hf.

Hættir vegna óánægju innan stjórnar Símans

Magnús Ragnarsson hefur látið af störfum formanns Þjóðleikhúsráðs. Hann var skipaður í stöðuna 21. nóvember síðastliðinn. Skipa á eftirmann á næstu dögum. Skilaboð úr stjórn Símans um að yfirmenn þar einbeiti sér að skráningarvinnu.

Áherslan nú á kaupmátt allra

Ekki verður lengra gengið í að hækka lægstu laun, að sögn SA. Þau hafi hækkað umfram önnur síðustu ár. Flóknir kjarasamningar fram undan án samræmdrar kröfu frá ASÍ. Svigrúm sé til 3 til 4 prósenta hækkunar.

Ekki hætta á „týndum áratug“ á Íslandi

Bæði seðlabankastjóri og hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins telja litlar líkur á langvinnri verðhjöðnun hér á landi. Þá réttlætir lítil verðbólga nú ekki ríflegar launahækkanir að mati seðlabankastjóra því hún eigi sér alþjóðlegar skýringar.

Sjá næstu 50 fréttir