Fleiri fréttir

Baðlínan sér um allt fyrir þig!

Baðlínan býður upp á heildarlausnir fyrir baðherbergið, allt frá niðurrifi til fullnaðarfrágangs. Baðlínan er með stórglæsilega verslun og sýningarsal í Bæjarlind 4, þar sem 23 fullbúin baðherbergi eru til sýnis ásamt úrvali af því sem tengist baðherbergjum.

Fyrstu sumargotssíldinni landað

Fjölveiðiskipið Ingunn er nú að landa síld á Vopnafirði, en það er fyrsta sumargotssíldin sem berst þangað á þessari vertíð. Ingunn fékk þúsund tonna kast og gaf öðru skipi nokkur hundruð tonn úr nótinni.

Íslandspóstur skýri taprekstur

Póst- og fjarskiptastofnun vill að Íslandspóstur skýri taprekstur í einstökum flokkum. Meta á hvort starfsemi með einkarétti niðurgreiði aðra þætti. Ríkisrekin samkeppni, segir framkvæmdastjóri Póstmiðstöðvarinnar.

Kórea í Reykjavík

K-bar er glænýr veitingastaður á Laugavegi sem býður upp á kóreska matargerð. Á K-bar er líka að finna eitt mesta úrval af bjór á landinu.

Fólksflótti frá Wikipedia

Wikipedia, alfræðiorðabókin á netinu, á undir högg að sækja að mati sérfræðinga en fjöldi þeirra sem skrifa inn á síðuna hefur minnkað um þriðjung frá árinu 2007.

Skulda þjóðinni afsökunarbeiðni

Hannes Smárason er orðinn forstjóri systurfélags Íslenskrar erfðagreiningar og vonast til að geta gert gagn fyrir íslenskt samfélag.

Réttaróvissa um þjónustu Tals

"Svo lengi sem þeir selja ekki þjónustuna sjálfir, þá eru þeir líklega á gráu svæði með þetta,“ segir Tryggvi Björgvinsson, stjórnarmaður í Félagi um stafrænt frelsi á Íslandi, spurður út í lúxusnet Tals, þar sem neytendum er boðnar tæknilegar lausnir til þess að nálgast efnisveitur sem eru ólöglegar hér á landi.

Hanna lampastand fyrir iPhone

Hönnunarteymi í London hefur nú nýtt sér iPhone til þess að útbúa lampa. Eins og margir eflaust vita er hægt að kaupa app til þess að geta nýtt símann sem vasaljós.

Útgerðarfélag í kúabúskap

Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes á Höfn í Hornafirði hefur keypt mjólkurkvóta upp á hálfa milljón lítra á ári ásamt hundrað kúm og stórri jörð við Hornafjörð. Um leið lýkur kúabúskap Landsbankans. Um er að ræða jörðina Flatey við Hornafjörð, sem var í eigu Lífsvals, en Landsbankinn hafði að mesrtu leyst eignir félgsins til sín, og rak því óbeint kúabúskap þar.

Air Canada refsar Edmonton flugvelli vegna Icelandair

Air Canada sem hefur yfirburðarstöðu á flugmarkaðnum í Kanada hefur brugðist illa við ákvörðun Icelandair að fljúga til Edmonton í Alberta fylki. Félagið hefur tilkynnt að það ætli að leggja niður flug félagsins frá borginni til Lundúna.

Bundust samtökum um hagsmunagæslu

Lýður Guðmundsson og Sigurður Valtýsson mynduðu með sér "samtök um hagsmunagæslu þar sem hvor veitti öðrum af fé VÍS“, að því er segir í ákæru sérstaks saksóknara. Sigurður hafði hagsmuni af því að félagi svila hans væri bjargað.

Eldsneytisverð lækkar

Á ómönnuðum stöðvum er bensínlítrinn kominn niður í tæplega 243 krónur og hefur þar með lækkað um 22 krónur frá því í vor.

3,6% verðbólga

Vísitala neysluverðs í október var óbreytt frá fyrra mánuði og tólf mánaða verðbólga mældist 3,6 prósent.

Íslensk lagasetning fær uppáskrift ESB

Dómur Evrópudómstólsins í álitamáli sem tengist málarekstri Kepler Capital Markets og gamla Landsbankans fyrir hæstarétti í Frakklandi sýnir að rétt var staðið að lagasetningu hér. Kröfuhöfum er ekki stætt á að höfða mál í Evrópulöndum.

MP Banki fækkar starfsmönnum

Við breytingar á skipulagi MP Banka sem kynntar voru starfsmönnum í dag fækkar starfsmönnum fyrirtækisins um níu.

Landsvirkjun og Hagfræðistofnun í samstarf

Landsvirkjun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hafa tekið höndum saman í þeim tilgangi að efla rannsóknir sem snúa að viðskipta- og hagfræðilegum þáttum orkuvinnslu.

Apple og Microsoft í hár saman

Risafyrirtækin Apple og Microsoft eru nú komin í hár saman. Átökin milli fyrirtækjanna hófust í fyrradag þegar Apple kynnti iPad Air 1 fyrir heiminum í San Francisco.

Kerecis hlýtur hvatningarverðlaun LÍÚ

Fyrirtækið Kerecis hlýtir hvatningarverðlaun LÍÚ árið 2013. Kerecis er framsækið nýsköpunarfyrirtæki á Ísafirði sem hefur þróað einstakar heilbrigðisvörur úr þorskroði.

Segist ekki hafa tekið stöðu gegn krónunni

Hannes Frímann Hrólfsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi, segist ekki hafa tekið stöðu gegn krónunni, eins og kom fram í veftímaritinu Kjarnanum í morgun.

Walter White ný rödd Apple

Leikarinn Bryan Cranston, best þekktur sem aðalleikarinn í Breaking Bad, kynnir iPad Air í nýrri auglýsingu frá Apple.

Tveggja milljarða hagnaður hjá Högum

Hagar hf. kynntu í dag árshlutareikning fyrir annan ársfjórðung. Hagnaður fyrirtækisins á tímabilinu nam um tæpum tveimur milljörðum króna.

Samningur við Kína gæti lækkað verð á fatnaði

Mestur hluti fatnaðar sem fluttur eru inn til Íslands er framleiddur í Asíu, en fluttur í gegnum Evrópusambandið, með fylgjand verndartolli. Þegar samningurinn tekur gildi gæti það breyst.

Tekjur sushi veitingastaða margfaldast

Félagið Tokyo veitingar sem rekur Tokyo sushi veitingastaðina, hagnaðist um um fjórar milljónir á árinu 2012. Árið 2011 tapaði félagið 38 milljónum króna en á milli áranna 2011 og 2012 margfölduðust tekjur félagsins.

Starfsmenn Kaupþings tóku stöðu gegn krónunni

Nokkrir háttsettir menn hjá Kaupþingi fyrir hrun tóku stöðu gegn krónunni áður en hún féll í mars árið 2008. Veftímaritið Kjarninn birti í dag skýrslu sem endurskoðunarfyrirtækið PwC vann fyrir slitastjórn Kaupþings.

Gamma styrkir Sinfóníuna

Fjármálafyrirtækið GAMMA verður aðalstyrktaraðili Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir