Viðskipti innlent

Erlend verðbréfaeign innlendra aðila jókst um 18%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Seðlabanki Íslands greindi frá niðurstöðum könnunar AGS í dag.
Seðlabanki Íslands greindi frá niðurstöðum könnunar AGS í dag.
Erlend verðbréfaeign innlendra aðila hér á landi nam 1,08 milljarði íslenskra króna í lok árs 2012.

Erlend verðbréfaeign landans hafði þá aukist um 164 milljónir króna frá 2011, eða um 18 prósent. Hún var mest í Bandaríkjunum, eða um 247 milljarðar króna, en þar á eftir í Lúxemborg, eða 165,3 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í niðurstöðum alþjóðlegrar könnunar á landaskiptingu erlendrar verðbréfaeignar á árinu 2012, sem gerð var að frumkvæði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og Seðlabanki Íslands tók þátt í. Greint er frá þeim niðurstöðum er varða Ísland í nýju upplýsingariti Seðlabankans um verðbréfaeign.

„Eins og í fyrri könnunum áttu íslenskir lífeyrissjóðir mest af erlendum verðbréfaeignum, en eign þeirra nam 548,8 milljörðum króna. Eign þeirra hafði aukist um 79,9 milljarða á árinu og nam 548,8 milljörðum króna í lok árs 2012. Innlánsstofnanir í slitameðferð áttu næst mest af erlendri verðbréfaeign, eða 356,8 milljarða króna, og höfðu aukið hlut sinn um 95,4 milljarða á milli ára,“ segir í frétt á vef Seðlabanka Íslands.  



Þar segir einnig að innlend verðbréfaeign erlendra aðila hafi að auki verið skoðuð í könnuninni.

„Innlend verðbréfaeign erlendra aðila nam 819,1 milljörðum króna í árslok 2012. Eign þeirra var að mestu leyti í langtímaskuldaskjölum eða um 740,6 milljarðar króna. Þeir erlendu aðilar sem mest áttu af verðbréfaeignum hérlendis voru skráðir í Lúxemborg. Þeir áttu um 35% af innlendum verðbréfum í eigu erlendra aðila, en þar á eftir komu aðilar skráðir í Bandaríkjunum með um 34%,“ segir í frétt Seðlabankans.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×