Fleiri fréttir

Dregur úr hagnaði Marels

Hagnaður Marels á þriðja ársfjórðungi nam sex milljónum evra, eða um 996 milljónum íslenskra króna, samanborið við 8,4 milljóna evra hagnað árið 2012.

Össur hagnast um 1,6 milljarða króna

Hagnaður Össurar á þriðja ársfjórðungi þessa árs nam þrettán milljónum Bandaríkjadala. Hagnaðurinn jókst um 28 prósentustig milli ára.

Ný stýrikerfi hjá Apple og Microsoft ókeypis

Apple tilkynnti í gær að ókeypis væri að uppfæra í nýjasta stýrikerfið frá þeim. Fyrir 18 árum var helmingur tekna fyrirtækisins til kominn vegna sölu stýrikerfa.

Opnar brátt vestra

Jón Stephenson von Tetzchner hefur sagt skilið við Opera Software og einbeitir sér að fjárfestingum og uppbyggingu frumkvöðlasetra. Hann valdi sér búsetu í Bandaríkjunum út frá flugtíma til Íslands.

Iceland Foods notar Benz

Breska verslanakeðjan Iceland Foods skiptir öllum heimsendingarbílaflota sínum yfir í Mercedes Benz Sprinter-vöruflutningabíla.

Nýr iPad Air kemur til Íslands 1. nóvember

Ísland verður í hópi þeirra landa sem geta keypt nýja útgáfu af iPad-spjaldtölvunni, sem var kynnt í dag og kallast iPad Air, þann 1. nóvember næstkomandi.

Niðurfelling eykur á þenslu

Niðurfelling á húsnæðisskuldum einstaklinga getur haft veruleg þensluaukandi áhrif hvort sem um ræðir beina endurgreiðslu eða lækkun höfuðstóls, að mati sérfræðinga Seðlabankans.

Engar kröfur af hálfu Seðlabankans og stjórnvalda

Seðlabanki Íslands segir að engar kröfur hafi verið settar fram af hálfu bankans og stjórnvalda varðandi uppgjör í tengslum við slit Glitnis og Kaupþings, líkt og haldið hefur verið fram í fjölmiðlum.

Ryanair vildi fljúga til Íslands

Kostnaðurinn í Keflavík stóð í forsvarsmönnum félagsins sem eru vanir að fá mikinn stuðning frá ferðamálayfirvöldum og flugvöllum en því var ekki til að dreifa hér.

iPad 5 og iPad mini 2 kynntir á morgun

Fimmta kynslóðin af iPad spjaldtölvum verður kynnt á morgun sem og önnur kynslóð iPad mini tölvanna. Kynningarathöfnin mun fara fram í San Francisco í Bandaríkjunum.

Fréttaveitan sigraði í frumkvöðlakeppni

Fréttaveitu-appið Nuus stóð uppi sem sigurvegari í hugmyndakeppninni Startup Weekend sem fram fór um helgina. "Eins og Spotify nema bara fyrir fréttir,“ segir skipuleggjandi keppninnar. Segir mikilvægt að vinna áfram með hugmyndirnar.

Orri Hauksson nýr forstjóri Skipta

Orri Hauksson hefur verið ráðinn forstjóri Skipta en hann hefur síðustu þrjú ár gegnt starfi framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann tekur við starfinu af Steini Loga Björnssyni.

Securitas hlaut Jafnlaunavottun VR

Securitas hlaut í dag Jafnlaunavottun VR en hún staðfestir jafnrétti til launa innan fyrirtækisins, það er að segja að konur og karlar fá sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Aflaverðmæti dregst saman á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa hefur dregist saman um 5,6 prósent, eða um 5,4 milljarða króna, fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir