Viðskipti innlent

123 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu

Þorgils Jónsson skrifar
Alls var 123 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 18. til og með 24. október.
Alls var 123 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 18. til og með 24. október. Fréttablaðið/Vilhelm
Alls var 123 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu vikuna 18. til og með 24. október, að því er fram kemur í frétt Þjóðskrár. Þetta er nákvæmlega jafn margir samningar og var á sama tíma í fyrra, en meðalfjöldi síðustu tólf vikna er 68 samningar.

Af þessum 123 samngingum var 101 um eignir í fjölbýli, þrettán samningar um sérbýli og níu samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 3.851 milljón króna og meðalupphæð á samning 31,3 milljónir króna.

Á sama tíma var átta kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum, sautján kaupsamningum á Akureyri og sjö á Árborgarsvæðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×