Viðskipti innlent

Icelandair hefur flug til Newark-flugvallar í New Jersey

Haraldur Guðmundsson skrifar
Í tilkynningu Icelandair segir að flugumferð um Newark sé tæplega 70 prósent af umferðinni um JFK og að á síðasta ári hafi 34 milljónir farþega farið um hann.
Í tilkynningu Icelandair segir að flugumferð um Newark sé tæplega 70 prósent af umferðinni um JFK og að á síðasta ári hafi 34 milljónir farþega farið um hann. Mynd/AFP
Icelandair hefur reglulegt áætlunarflug til Newark flugvallar í New Jersey-fylki í dag. Flugvöllurinn er staðsettur vestan við Hudson ána sem rennur við Manhattan í New York.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að fyrsta fluginu verði fagnað með móttökuathöfn við komuna vestur í kvöld. Flogið verður fjórum sinnum í viku, á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Icelandair hefur flogið til JFK flugvallarins í New York í rúm 65 ár og mun halda því áfram.

„Flugleiðin til og frá New York hefur vaxið mjög og við teljum rétt að færa hluta af þessari starfseminni yfir á hinn alþjóðaflugvöllinn á New York svæðinu. Það skapar okkur og ferðaþjónustunni ný markaðstækifæri og eykur sveigjanleika og fjölbreytni í leiðakerfi okkar,” segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, í tilkynningu fyrirtækisins.

Newark verður ellefti áfangastaður Icelandair í Norður Ameríku og 36. staðurinn í leiðakerfinu á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×