Viðskipti innlent

Gengið frá sölu á Austurstræti 16

Austurstræti 16 er á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis og er eitt glæsilegasta hús miðborgarinnar.
Austurstræti 16 er á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis og er eitt glæsilegasta hús miðborgarinnar. mynd/valli
Búið er að ganga frá sölu á Austurstræti 16, sem eitt sinn hýsti Reykjavíkurapótek. Karl Steingrímsson, betur þekktur sem Kalli í Pelsinum, skrifaði undir afsal hússins og afhenti dótturfélagi fasteignafélagsins Regins.

Austurstræti 16 er á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis og er eitt glæsilegasta hús miðborgarinnar. Húsið á sér merka sögu í íslensku athafnalífi en það var hannað af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, á árunum 1916 til 18.

Húsið er friðað að utan en friðunin tekur einnig til stigagangs og innréttinga. Reginn leitar nú að leigutaka til að hefja rekstur í húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×