Fleiri fréttir

Seðlabankinn lækkar dráttarvexti

Seðlabanki Íslands hefur lækkað dráttarvexti um 0,25 prósentur og eru þeir því komir niður í 11,25%. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu um dráttarvexti og vexti af peningakröfum.

Ekkert lát á verðhækkunum á olíu

Ekkert lát er á verðhækkunum á olíu vegna ástandsins í Líbýu. Tunnan af Brent olíunni er komin yfir 107 dollara en hún fór yfir 108 dollara um tíma í gærdag. Hefur heimsmarkaðsverð á olíu nú ekki verið hærra undanfarin tvö og hálft ár.

Taka þátt í nútímaiðnbyltingu

„Skráningum gjörsamlega flæddi yfir okkur þegar þetta kom fyrir nokkrum dögum, mest frá Þýskalandi,“ segir Eiríkur Sveinn Hrafnsson, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins GreenQloud.

Segja Icesave-viðræðum lokið

„Það er búið að skrifa undir samninginn og viðræðum um hann er lokið. Málið er nú í höndum Íslendinga sjálfra,“ segir Niels Redeker, talsmaður hollenska fjármálaráðuneytisins, í samtali við Fréttablaðið um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að neita að staðfesta Icesave-frumvarpið á sunnudag og vísa samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Fitch Ratings: Gjaldeyrishöftin áfram ef Icesave verður fellt

Eina leiðin til þess að koma á stöðugu efnahagsástandi á Íslandi er að leysa Icesave deiluna, segir Paul Rawkins, forstjóri matsfyrirtækisins Ficth Ratings, um þá stöðu sem upp er komin á Íslandi eftir að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, synjaði nýju Icesave-frumvarpi staðfestingar. Paul segir í viðtali við fréttastofu Reuters að þá sé nauðsynlegt fyrir Ísland að leysa úr deilunni til þess að aflétta gjaldeyrishöftunum, en vonir stóðu til að aflétta þeim að hluta til á árinu.

Ólögmæt riftun vegna greiðsluaðlögunar

Samtök lánþega benda á, að með riftunum á bílasamningum skuldara sem eru í umsóknarferli um greiðsluaðlögun, þá eru fjármögnunarfyrirtækin að fara fram á að skuldari fremji lögbrot með því að mismuna kröfuhöfum á síðari stigum.

Lánastofnanir á leigumarkað

Verið er að kanna hvort leigja eigi út þær tvö þúsund íbúðir sem eru í eigu lífeyrissjóða, banka og annarra lánastofnana í gegnum fasteignafélög sem starfrækt yrðu á leigumarkaði.

Fjölgað um tvo í stjórn Nýherja

Fjölgað var um tvo, úr þremur í fimm, í aðalstjórn Nýherja hf. á aðalfundi félagsins, sem haldinn var síðastliðinn föstudag.

Arion íhugar að áfrýja dómi vegna fasteignaláns

Arion banki skoðar nú hvort áfrýja skuli dómi í máli Sjómannafélags Íslands gegn bankanum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær bankann til að endurgreiða Sjómannafélagi Íslands tæpar sex milljónir króna vegna ólöglegs gengistryggðs.

Arion endurgreiðir vegna ólögmæts gengisláns

Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða Sjómannafélagi Íslands fimm milljónir króna vegna ólögmæts gengistryggðs fasteignaláns. Orlofssjóður Sjómannafélag Íslands keypti íbúð í Reykjavík og tók lán hjá Kaupþingi banka til að fjármagna kaupin. Veðskuldabréf var gefið út 17. júlí 2007, en lánið hljóðaði upp á 15 milljónir króna til tuttugu ára. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum.

Miklar sveiflur á fasteignamarkaði

Miklar sveiflur hafa verið á fasteignamarkaði undanfarnar vikur. Í síðustu viku nam veltan um 1360 milljónum króna, samanborið við 2870 milljónir króna veltu í vikunni á undan og dróst því veltan saman um 53 prósent milli vikna. Viðskipti hafa alls sveiflast frá um 860 milljón krónum í tæpar 2900 milljónir á síðustu vikum.

Danska ríkið í vandræðum með 1.000 milljarða í FIH

Danska ríkið er í vandræðum með 50 milljarða danskra kr. eða rúmlega 1.000 milljarða kr. í FIH bankanum. Þetta er inntak fyrirsagnar í Berlingske Tidende á frétt um miklar ríkisábyrgðir sem veittar voru bankanum í fyrra. Síðan hefur matsfyrirtækið Moody´s lækkað lánshæfiseinkunn bankans niður í ruslflokk með neikvæðum horfum.

Tekjur jólavertíðar tapast í gjaldþrotinu

Bókaútgefendur eru sammála um að gjaldþrot Bókabúðar Máls og menningar (MM) geti haft afar neikvæð áhrif á íslenska bókaútgáfu. Fullyrt er að fjárhagslegt högg útgefenda verði til þess að breyta útgáfu og samskiptum útgefenda og endursöluaðila.

Gæti verið ávísun á vandræði

viðskipti Bankar og fjármálafyrirtæki á evrusvæðinu fengu sextán milljarða evra, jafnvirði rúmra 2,5 billjóna króna, að láni hjá evrópska seðlabankanum á fimmtudag. Annað eins hefur ekki sést síðan í janúar 2009. Meðallán hafa það sem af er ári numið 100 milljónum evra á dag.

Fasteignaveltan svipuð milli ára

Fasteignamarkaður Alls var 56 íbúðasamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Veltan á fasteignamarkaði var því svipuð og á sama tíma í fyrra þegar 57 samningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu.

Svarfrestur bankastjórnar Landsbankans runninn út

Viðskipti Tveggja vikna frestur sem fyrrverandi bankastjórum og bankaráðsmönnum Landsbankans var gefinn til að andmæla skaðabótaskyldu sinni vegna misgjörða fyrir hrun rann út í gær.

Hvert fóru Icesave-peningarnir?

Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla.

Lífeyrissjóðir líklega að yfirtaka Icelandair

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LV) á orðið rúmlega 12% hlut í Icelandair. LV keypti 2,4% hlut í flugfélaginu samkvæmt flöggun í Kauphöllinni í dag. Þessi kaup eru athyglisverð í ljósi þess að Fjármálaeftirlitið er enn að kanna hvort sameiginlegur hlutur LV og Framtakssjóðs Íslands hafi ekki myndað yfirtökuskyldu í Icelandair.

Forstjóri RARIK kjörinn formaður Samorku

Á aðalfundi Samorku í dag var Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, kjörinn formaður samtakanna. Tryggvi tekur við af Franz Árnasyni, forstjóra Norðurorku, sem gegnt hefur formennsku í Samorku undanfarin fjögur ár.

NBI fær 450 milljóna arð frá kauphöllinni í Osló

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló, Oslo Börs, hefur hækkað um fjórðung á einum mánuði. Nýi Landsbankinn (NBI) á 6,5% hlut í félaginu. Bankinn fékk um 450 milljónir kr. í arð af þessari eign sinni á síðasta ári.

Gjaldtaka og styttri leigutími hækka orkuverð

Í ályktun aðalfundar Samorku minna samtökin á að ný gjaldtaka, hvort sem er í formi auðlindagjalds eða skatta, skapar ekki ný verðmæti. Aukin gjaldtaka leiði til hærra orkuverðs og sama gildi um mikla styttingu leigutíma orkuauðlinda.

Sparifé í leit að arðsemi hækkar íbúðaverð

Nokkrar skýringar eru eflaust á því af hverju íbúðamarkaðurinn er aðeins að glæðast um þessar mundir. Fyrst má nefna að kaupmáttur hefur verið vaxandi og væntingar eru um að botni kreppunnar sé náð. Þá hefur sparifé verið að leita að arðsemi á þeim lokaða fjármagnsmarkaði sem hér er þar sem fjárfestingarkostirnir eru fáir.

Möguleiki á að skrá yfir tug félaga í Kauphöllina

Nú rúmlega tveimur árum eftir hrun er kannski vert að spá í það hvaða félög eru líkleg til að vera skráð á hlutabréfamarkaðinn hérna heima á næstu misserum eða árum. Greining Arion banka veltir þessu fyrir sér og nefnir yfir tug félaga og fyrirtækja.

NBI talinn hæfur til að eiga Landsvaka og SP-Fjármögnun

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélag NBI ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Landsvaki hf. og SP-Fjármögnun hf. verða talin dótturfyrirtæki þess samanber lög um fjármálafyrirtæki.

Níutíu framtíðarstörf í kísilveri í Helguvík

Snemmsumars á að hefjast handa við gerð verksmiðjuhúss 40 þúsund tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Verksmiðjan á að taka til starfa um mitt ár 2013. Heildarfjárfesting nemur 17 milljörðum. Til verða um 90 framtíðarstörf.

LV náði 3,4% raunávöxtun í fyrra

Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV) nam 6,1% árið 2010 sem jafngildir 3,4% hreinni raunávöxtun. Þetta er betri ávöxtun en árið 2009, en þá nam raunávöxtun sjóðsins 1,1%. Ávöxtun LV árið 2010 er því nær jöfn þeirri ávöxtun og gert er ráð fyrir tryggingafræðilegu uppgjöri sjóðsins.

Dularfull DSB lest var gjöf til Gaddafi

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu hefur sennilega sent danska IC4 járnbrautarlest sem gjöf til Gaddafi leiðtoga Líbýu. Það er ítalska félagið Ansaldobreda sem sérsmíðar þessar lestar fyrir danska lestarfélagið DSB.

Kreppan veldur hruni í dælingu á steinefnum úr sjó

Kreppan birtist í mörgum myndum og ein þeirra er magnið af steinefnum sem Björgun ehf. dælir á land á hverju ári. Magnið hefur hrapað úr 1,4 milljónum tonna og niður í 200 þúsund tonn á ári.

Viðskiptavinir fá upp í kröfur

„Kjarni málsins er að viðskiptavinir fá sínar kröfur greiddar að fullu á kostnað annarra lánardrottna,“ segir Friðjón Örn Friðjónsson, formaður bráðabirgðastjórnar Avant.

Sjá næstu 50 fréttir