Viðskipti innlent

Arion íhugar að áfrýja dómi vegna fasteignaláns

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Arion banki íhugar að áfrýja dómnum frá því í gær.
Arion banki íhugar að áfrýja dómnum frá því í gær.
Arion banki skoðar nú hvort áfrýja skuli dómi í máli Sjómannafélags Íslands gegn bankanum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær bankann til að endurgreiða Sjómannafélagi Íslands tæpar sex milljónir króna vegna ólöglegs gengistryggðs láns.

Orlofssjóður félagsins hafði tekið 15 milljóna króna lán til kaupa á íbúð í Reykjavík sumarið 2007. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum. Sjómannafélagið stefndi svo bankanum og vildi fá til baka það sem félagið taldi sig hafa ofgreitt.

Sjómannnafélagið krafðist þess að fá tæpar 20 milljónir endurgreiddar frá Arion, en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi að bankinn skyldi ekki endurgreiða allt heldur tæpar 5,9 milljónir króna vegna þess að bankinn hefði ekki tekið við kröfunni frá Kaupþingi banka fyrr en í byrjun árs 2010.




Tengdar fréttir

Arion endurgreiðir vegna ólögmæts gengisláns

Arion banki hefur verið dæmdur til að greiða Sjómannafélagi Íslands fimm milljónir króna vegna ólögmæts gengistryggðs fasteignaláns. Orlofssjóður Sjómannafélag Íslands keypti íbúð í Reykjavík og tók lán hjá Kaupþingi banka til að fjármagna kaupin. Veðskuldabréf var gefið út 17. júlí 2007, en lánið hljóðaði upp á 15 milljónir króna til tuttugu ára. Lánið var greitt upp hraðar en gert var ráð fyrir, eða á tæpum þremur árum, og námu þá raungreiðslur til bankans tæpum 37 milljónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×