Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands rýkur upp að nýju

Skuldatryggingaálag íslenska ríkisins hefur rokið upp að nýju í kjölfar ákvörðunar forseta Íslands að beina nýjum Icesave samning til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samkvæmt Markit iTraxx vísitölunni stendur álagið nú í 281 punkti. Það fór lægst í 224 punta í þessum mánuði áður en forsetinn greindi frá ákvörðun sinni. Þar með er álagið aftur orðið hærra en skuldatryggingaálag Spánar sem mælist nú 254 punktar.

Álagið á Ísland stóð hæst í 366 punktum eftir áramótin en hafði farið hríðlækkandi fram að ákvörðun forsetans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×