Viðskipti innlent

Byr setur 22 óveðsettar íbúðir á Spáni í sölu

Svipmynd frá Altomar.
Svipmynd frá Altomar.
Byr hefur sett einkahlutafélagið Costa Properties ehf., sem á 22 óveðsettar íbúðir á Spáni, til sölu. Salan er auglýst á vefsíðu Byr.

Á vefsíðunni segir að íbúðir félagsins eru í vel staðsettum íbúðahverfum annars vegar 14 einingar í Punta Marina í Torrevieja og hins vegar 8 einingar í Altomar skammt frá Alicante.

Tilboð óskast í félagið en lokað verður fyrir móttöku tilboða 11. mars 2011. Seljendur áskilja sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum, að því er segir á vefsíðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×