Fleiri fréttir

The Economist: Þýska undrið

Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi“ og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder.

Vísitala íbúðaverðs hækkar á ný

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 304,9 stig í janúar og hækkar um 0,8% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði lækkaði vísitalan um 0,5%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 0,7% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún 0,5%.

HS Orka gerir 2,5 milljarða orkusamning við kísilverið

HS Orka undirritaði í dag samning við Íslenska kísilfélagið um sölu á 30 MW raforku til kísilvers í Helguvík á tímabilinu maí 2013 til ársloka 2015. Verðmæti samningsins fyrir HS Orku eru röskar 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna.

Stærstu hjólaskóflur Volvo seldar á Íslandi

Stærstu hjólaskóflur Volvo hafa selst í fyrsta sinn á Íslandi. Þær verða notaðar við gangagerð í Þrándheimi í Noregi og Búðarhálsvirkjun. Um er að ræða tæplega 50 tonna tæknivæddar vinnuvélar.

Álverin kaupa vörur og þjónustu af yfir 500 fyrirtækjum

Álverin þrjú kaupa árlega vörur og þjónustu af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum ef aðeins eru talin viðskipti fyrir hálfa milljón króna eða meira. Þessi viðskipti námu í fyrra alls 24 milljörðum króna, fyrir utan raforkukaup.

Iðnaðarráðherra ánægður með kísilverið í Helguvík

„Fyrir utan ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík er þetta fyrsta stóra erlenda nýfjárfestingin eftir bankahrun. Þess vegna hefur hún þýðingu í efnahagslegri endurreisn landsins,“ segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra um byggingu á nýju kísilveri í Helguvík.

Kísilverið í Helguvík skapar 300 ársverk

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir við kísilver í Helguvík hefjist í byrjun sumars. Verksmiðjuhús munu rísa á 20 mánuðum og eru um 300 ársverk áætluð á framkvæmdatíma.

Landsvirkjun selur Íslenska kísilfélaginu 35 MW af orku

Landsvirkjun og Íslenska kísilfélagið ehf., sem er í meirihlutaeigu bandaríska fyrirtækisins Globe Speciality Metals, hafa undirritað raforkusölusamning um kaup á 35 MW orku frá Landsvirkjun. Íslenska kísilfélagið hyggst reisa 40.000 tonna kísilmálmverksmiðju í Helguvík á Suðurnesjum.

ISS í dönsku kauphöllina, stærsta skráningin í 16 ár

Hreingerningarisinn ISS verður skráður í dönsku kauphöllina á næstunni og verður þar um að ræða stærstu nýskráningu félags á síðustu 16 árum í Danmörku. Talið er að núverandi eigendur ISS fái um 13,3 milljarða danskra kr. eða rúmlega 280 milljarða kr. í sinn hlut.

Viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um 200 milljarða

Eftir hreinsun á efnahagsreikningi þjóðarinnar, það er taka banka í slitameðferð og Actavis út úr jöfnunni, er viðskiptajöfnuður landsins jákvæður um 200 milljarða kr. á ári. Þetta samsvarar 13% af landsframleiðslu (VLF) Íslands.

FME: William Demant ekki skylt að yfirtaka Össur hf.

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að danska félagið William Demant Invest A/S sé ekki skylt að yfirtaka Össur hf. þrátt fyrir að eignarhlutur félagsins í Össuri sé kominn í 39,58%.

IFS greining spáir 1,7% verðbólgu í febrúar

Verðbólguspá IFS greiningar fyrir febrúar hljóðar upp á hækkun vísitölu neysluverðs um 1%. Til samanburðar var hækkun vísitölunnar 1,15% (13,8% á ársgrundvelli) í febrúar 2010. Ef spáin gengur eftir, mun 12 mánaða verðbólga mælast 1,7%.

Nýi Landsbankinn hefur yfirtekið Avant

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest nauðasamning vegna Avant hf. Nýi Landsbankinn (NBI) yfirtekur félagið og á nú 99% hlut í því.

Sjálfsskuldarábyrgð stangast á við sveitarstjórnarlög

Í byrjun febrúar 2011 barst bæjaryfirvöldum í Mosfellsbæ lögfræðiálit frá LEX sem sveitarfélagið lét gera vegna fyrirgrennslan Íbúahreyfingarinnar á lögmæti sjálfskuldarábyrgðar Mosfellsbæjar á láni Landsbanka til Helgafellsbygginga upp á 246 milljónir kr. Í innihaldi álitsins felst viðurkenning á því sjónarmiði sem Íbúahreyfingin hefur haldið á lofti, það er að umrædd sjálfskuldarábyrgð stangist á við sveitarstjórnarlög.

Hefja frystingu loðnuhrogna í dag hjá HB Granda

Frysting á loðnuhrognum hefst á vegum HB Granda á Akranesi í dag. Lundey NS hefur verið að loðnuveiðum við Reykjanes og kom skipið til Akraness fyrr í dag með um 1.100 tonna loðnufarm. Stutt er á miðin frá Akranesi og tók siglingin þangað aðeins um tvo tíma.

FVH veitir þekkingarverðlaunin í ellefta sinn

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) efnir til Íslenska þekkingardagsins, ráðstefnu og verðlaunaafhendingar, fimmtudaginn 24. febrúar. Þemað þetta árið er ESB – áskoranir og tækifæri fyrir atvinnulífið. Jafnframt verða íslensku þekkingarverðlaunin veitt en þrjú fyrirtæki eru tilnefnd, Icelandair, Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samherji.

Þriggja milljarða búhnykkur

Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til 65 þúsund tonna aukningu á leyfilegum hámarksafla í loðnu. Ráðlagður heildarafli er því 390 þúsund tonn en var 325 þúsund tonn fyrir nýjustu rannsóknir og mælingar. Þetta er í annað sinn á þremur vikum að lagt er til að bæta verði við kvótann. 24. janúar var kvótinn aukinn úr 200 þúsund tonnum í 325 þúsund tonn.

Samherji kaupir eignir þrotabús Faroe Seafood

Samherji ásamt dótturfélagi sínu Framherja í Færeyjum og færeyska útgerðarfélagið Varðin í Götu hafa keypt fjórar fiskvinnslustöðvar og sex togara af þrotabúi Faroe Seafood. Það var stærsta útgerðarfélag Færeyja, en varð nýverið gjaldþrota.

Magnús Ármann ekki lengur til rannsóknar

Sérstakur saksóknari hefur hætt rannsókn á þætti fjárfestisins Magnúsar Ármann í svokölluðu Ímon-máli. Magnúsi barst bréf þess efnis frá saksóknaranum 9. febrúar. Þetta kemur fram í grein sem Magnús skrifar í Fréttablaðið og á Vísi í dag.

Verðum að hætta svartagallsrausinu

„Við verðum rífa okkur upp úr þunglyndinu og svartagallsrausinu og halda til haga þeim ótrúlega árangri sem hér hefur náðst frá hruni,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ráðherra. Hún hélt ræðu á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs í gær.

Sjö látnir víkja í fyrra

Fjármálaeftirlit Danmerkur krafðist þess sjö sinnum á síðasta ári að yfirmanni í fjármálageiranum yrði vikið úr starfi, að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. Þrír í þessum hópi voru bankastjórar og hafa nú allir horfið til annarra starfa, eftir því sem Berlingske hefur eftir Fjármálaeftirlitinu ytra. Eftirlitið fékk í júlíbyrjun í fyrra auknar heimildir til að knýja á um breytingar hjá fjármálafyrirtækjum í tilvikum þar sem vafi lék á hæfi stjórnenda.

Stefna á skráningu á hlutabréfamarkað

„Við stefnum að því að fyrirtækið verði skráningarhæft í lok árs 2012 og horfum til tvíhliða skráningar á hlutabréfamarkað árið 2013, hér og annaðhvort í Ósló í Noregi eða í Stokkhólmi í Svíþjóð," segir Gestur G. Gestsson, forstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Skýrr. Hann segir nóg að gera í upplýsingatækni, uppsveifla sé á hinum Norðurlöndunum, ekki síst í Svíþjóð og Noregi þar sem staða dótturfélaga Skýrr sé sterk á sama tíma og varnarbarátta sé háð hér.

Einhugur um vaxtalækkun innan Peningastefnunefndar

Töluverður einhugur var innan Peningastefnunefndar Seðlabankans um síðustu vaxtaákvörðun þar sem ákveðið var að lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Eins og áður hefur komið fram hafði nefndin helst áhyggur af veikingu á gengi krónunnar frá áramótum.

Síminn greiði frönsku félagi 1,2 milljarða í skaðabætur

Símanum hf. hefur verið gert að greiða franska fjarskiptafyrirtækinu Seamobile Europe 7,7 milljónir evra eða um 1,2 milljarða kr. í skaðabætur. Héraðsdómur hefur áritað sem aðfararhæfan úrskurð gerðardóms í París í þessu máli en Síminn ætlar að grípa til þeirra varna sem félaginu eru tiltæk.

Uppstokkun á sparisjóðunum enn í pípunum

„Margir sparisjóðir eru mjög laskaðir. En það er mjög misjafnt hvernig þeim hefur reitt af í hruninu. Það er ekki skrýtið, enda enginn á Íslandi, sem hefur verið í svona starfsemi sem ekki hefur látið á sjá," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða.

Lars von Trier selur þekktan húsbíl sinn

Danski leikstjórinn Lars von Trier hefur sett þekktan húsbíl sinn til sölu á eBay. Leikstjórinn vill fá 150.000 dollara eða 17,5 milljónir kr. fyrir gripinn þótt hann sé orðinn meir en tíu ára gamall.

Skuldatryggingaálag Íslands nálgast meðaltal Evrópu

Skuldatryggingaálag á 5 ára skuldabréf Ríkissjóðs Íslands hefur lækkað hratt í febrúar. Þetta kemur fram á vefsíðu Viðskiptablaðsins sem aftur vitnar í Bloomberg. Er álagið nú nálægt meðaltalinu meðal Evrópuríkja.

Gefur vatn til Haítí fyrir milljónir

„Ég fer innan tíu daga,,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður átöppunarfyrirtækisins Icelandic Water Holdings, um fyrirhugaða ferð sína til Haítí.

Leyniskýrsla Seðlabankans: Staðan ekki betri í áratugi

Það sem kölluð hefur verið leyniskýrsla Seðlabankans á Alþingi sýnir að erlend skuldastaða þjóðarbúsins hefur ekki verið betri í áratugi. Þetta gengur þvert á það sem Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar gaf í skyn í ræðustól á Alþingi í gærdag.

Spáir 1,7% verðbólgu í febrúar

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka í febrúar um 1,0% frá janúarmánuði. Gangi spáin eftir verður verðbólgan 1,7% í mánuðinum og lækkar úr 1,8% í janúar. Hagstofan mun birta vísitölumælingu sína kl.9 þann 24. febrúar næstkomandi.

Gagnaverin farin að láta vita af sér á ný

Áhugi þeirra sem vildu reisa hér gagnaver hefur lifnað við á ný eftir doða í kreppunni. Undanþágur frá virðisaukaskatti og samræming skattareglna um starfsemi gagnavera innan aðildarríkja Evrópusambandsins hafa orðið til að glæða lífi í hann.

Mærsk hefur lært að lifa með mafíunni í New York

Danska skipafélagið Mærsk rekur risavaxna gámahöfn í Port Elizabeth í New Jersey og hefur þurft að læra að lifa með mafíunni í New York. Hafnirnar í New York og New Jersey eru áhrifasvæði mafíunnar og þá einkum Genovese fjölskyldunnar.

Moody´s setur lánshæfi FIH bankans í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sett lánshæfiseinkunn FIH bankans í Danmörku í ruslflokk. Einkunn var lækkuð úr Baa3 og niður í Ba1 með neikvæðum horfum. Eins og kunnugt er af fréttum frá í morgun hefur Moody´s lækkað lánshæfiseinkunnir fimm danskra banka.

Sparisjóðirnir töpuðu 135 milljörðum á tveimur árum

Afkoma sparisjóðanna hefur verið gagnrýnd lengi. Sparisjóðirnir töpuðu 135 milljörðum króna á árunum 2008 og 2009. Það er næstum þrefaldur hagnaður þeirra á árabilinu 2001 til 2007. Að meðaltali var hagnaðurinn 8,1 milljarður króna á ári. Inni í tölunum er tæplega 38 milljarða króna hagnaður í uppsveiflunni 2006 og 2007. Ef þessi frávik eru undanskilin nam meðalhagnaður sparisjóðanna tæpum fjórum milljörðum króna á ári.

Landsvirkjun réð 60 manns án auglýsinga á 10 árum

Frá árinu 2000 til síðustu áramóta hefur Landsvirkjun ráðið 60 starfsmenn til starfa án þess að stöður þeirra hafi verið auglýstar. Alls hefur verið ráðið í 170 störf hjá Landsvirkjun á þessu tímabili. Af þeim voru 98 auglýst bæði utan og innan húss en 12 stöður voru eingöngu auglýstar innanhúss.

Hagnaður móðurfélags Norðuráls 7 milljarðar í fyrra

Century Aluminium, móðurfélag Norðuráls, skilaði 60 milljóna dollara eða um 7 milljarða kr. hagnaði á síðasta ári. Þetta er gífurlegur viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 206 milljónum dollara.

Sjá næstu 50 fréttir