Viðskipti innlent

Miklar sveiflur á fasteignamarkaði

JMG skrifar
Höfuðborgarsvæðið. Mynd/ Vilhelm.
Höfuðborgarsvæðið. Mynd/ Vilhelm.
Miklar sveiflur hafa verið á fasteignamarkaði undanfarnar vikur. Í síðustu viku nam veltan um 1360 milljónum króna, samanborið við 2870 milljónir króna veltu í vikunni á undan og dróst því veltan saman um 53 prósent milli vikna. Viðskipti hafa alls sveiflast frá um 860 milljón krónum í tæpar 2900 milljónir á síðustu vikum.

56 samningum  var þinglýst að meðaltali á viku á síðasta ári en 57 samningum á viku það sem af er þessu ári, því eru viðskipti það sem af er þessu ári sambærileg síðasta ári samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×