Frumtak fjárfestir fyrir 81 milljón í Valka ehf. 18. febrúar 2011 12:42 Frá vinstri: Hallbjörn Karlsson, Helgi Hjálmarsson, Eggert Claessen, Árni Hauksson og Svana Gunnarsdóttir. Frumtak, sem er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur fjárfest fyrir 81 milljón kr. í nýsköpunarfyrirtækinu Valka ehf. Í tilkynningu segir að Valka ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknilausnum fyrir fiskiðnaðinn. Lausnir Völku við sjálfvirkan skurð og flokkun á fiski hafa vakið mikla athygli þar sem þær auka nýtingu og verðmæti hráefna umtalsvert. Valka hefur einnig þróað hugbúnað til að halda utan um pantanir á ferskum fiski og framleiðsluferlið. Fyrirtækið er nú að þróa beinaskurðarvél sem notar vatn og röntgentækni til þess að ná fram nákvæmari skurði og betri nýtingu á hráefni. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við kaupanda og AVS þróunarsjóðinn. Framtíðarsýn Völku er að vera leiðandi í þróun og framleiðslu á vinnslukerfum fyrir fiskafurðir. Aukin sjálfvirkni, bætt nýting og frábær meðhöndlun hráefnis ásamt auknum afköstum eru allt atriði sem stuðla að aukinni hagkvæmni og auka samkeppnisforskot vinnslufyrirtækja. Félagið, sem stofnað var árið 2003 af Helga Hjálmarssyni, hefur vaxið hægt og örugglega eftir því sem það hefur þróað tæknilausnir til sölu á innlendum og erlendum markaði. Félagið á þegar nokkur einkaleyfi og eru fleiri í vinnslu. Valka hefur m.a. selt afurðir sínar til Noregs, Kanada, Færeyja auk þess að selja þær hér á landi. „Valka er áhugavert fyrirtæki fyrir Frumtak“ sagði dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Tæknilausnir Völku eiga erindi á heimsmarkað. Vörur þess byggja á frumkvæði og forystu Íslendinga í sjávarútvegi og það er ánægjulegt að geta lagt fyrirtækinu lið í að markaðssetja vörur sínar á erlendum markaði. Þessi fjárfesting eykur einnig fjölbreytni í fjárfestingum sjóðsins, sem skiptir okkur miklu máli“. „Valka er fyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti“ sagði Helgi Hjálmarsson, framkvæmda¬stjóri Völku. „Það er samhentur hópur sem hefur staðið að uppbyggingu félagsins og þróað þá tækni sem lausnir félagsins byggja á í góðu samstarfi við viðskiptavini þess. Samstarf Völku og Frumtaks gerir fyrirtækinu kleift að efla alþjóðlega markaðssetningu og nýta samkeppnisforskot félagsins.“ Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Frumtak, sem er í eigu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, hefur fjárfest fyrir 81 milljón kr. í nýsköpunarfyrirtækinu Valka ehf. Í tilkynningu segir að Valka ehf. er nýsköpunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í tæknilausnum fyrir fiskiðnaðinn. Lausnir Völku við sjálfvirkan skurð og flokkun á fiski hafa vakið mikla athygli þar sem þær auka nýtingu og verðmæti hráefna umtalsvert. Valka hefur einnig þróað hugbúnað til að halda utan um pantanir á ferskum fiski og framleiðsluferlið. Fyrirtækið er nú að þróa beinaskurðarvél sem notar vatn og röntgentækni til þess að ná fram nákvæmari skurði og betri nýtingu á hráefni. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við kaupanda og AVS þróunarsjóðinn. Framtíðarsýn Völku er að vera leiðandi í þróun og framleiðslu á vinnslukerfum fyrir fiskafurðir. Aukin sjálfvirkni, bætt nýting og frábær meðhöndlun hráefnis ásamt auknum afköstum eru allt atriði sem stuðla að aukinni hagkvæmni og auka samkeppnisforskot vinnslufyrirtækja. Félagið, sem stofnað var árið 2003 af Helga Hjálmarssyni, hefur vaxið hægt og örugglega eftir því sem það hefur þróað tæknilausnir til sölu á innlendum og erlendum markaði. Félagið á þegar nokkur einkaleyfi og eru fleiri í vinnslu. Valka hefur m.a. selt afurðir sínar til Noregs, Kanada, Færeyja auk þess að selja þær hér á landi. „Valka er áhugavert fyrirtæki fyrir Frumtak“ sagði dr. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Frumtaks. „Tæknilausnir Völku eiga erindi á heimsmarkað. Vörur þess byggja á frumkvæði og forystu Íslendinga í sjávarútvegi og það er ánægjulegt að geta lagt fyrirtækinu lið í að markaðssetja vörur sínar á erlendum markaði. Þessi fjárfesting eykur einnig fjölbreytni í fjárfestingum sjóðsins, sem skiptir okkur miklu máli“. „Valka er fyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti“ sagði Helgi Hjálmarsson, framkvæmda¬stjóri Völku. „Það er samhentur hópur sem hefur staðið að uppbyggingu félagsins og þróað þá tækni sem lausnir félagsins byggja á í góðu samstarfi við viðskiptavini þess. Samstarf Völku og Frumtaks gerir fyrirtækinu kleift að efla alþjóðlega markaðssetningu og nýta samkeppnisforskot félagsins.“
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur