Viðskipti innlent

Kreppan veldur hruni í dælingu á steinefnum úr sjó

Myndin er tekin af vefsíðu Faxaflóahafna.
Myndin er tekin af vefsíðu Faxaflóahafna.
Kreppan birtist í mörgum myndum og ein þeirra er magnið af steinefnum sem Björgun ehf. dælir á land á hverju ári. Magnið hefur hrapað úr 1,4 milljónum tonna og niður í 200 þúsund tonn á ári.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að á árinu 2006 landaði Björgun hjá Faxaflóahöfnum samtals 1,4 milljónum tonna af steinefnum, möl og sandi. Árið 2007 var magnið 1.3 milljónir tonna en á árinu 2008 fór magnið niður í 950 þúsund tonn. 2009 var magnið af dældum steinefnum 360 þúsund tonn og á nýliðnu ári var talan komin niður í 200 þúsund tonn og það er freistandi að álykta að botninum sé náð.

Ekki alveg segir Gunnlaugur Kristjánsson hjá Björgun því magnið í janúar í ár var minna en á sama tíma í fyrra, en hann bætir við að þetta sé fljótt að breytast ef eftirspurnin tekur við sér.

Dæld steinefni eru notuð í steypu, uppfyllingar og einnig notað með malbiki og ýmsar vörur svo sem hellur og þess háttar fyrir garða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×