Viðskipti innlent

Fasteignaveltan svipuð milli ára

Fasteignamarkaður Alls var 56 íbúðasamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Veltan á fasteignamarkaði var því svipuð og á sama tíma í fyrra þegar 57 samningum var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu.

Á heimasíðu Þjóðskrár segir að af þessum 56 samningum hafi 44 verið eignir í fjölbýli, níu sérbýli og þrír samningar um annars konar húsnæði en íbúðarhúsnæði.

Lítil velta var utan höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku þar sem tveir samningar voru gerðir á Akureyri, einn á Árborgarsvæðinu og einn á Suðurnesjum.- þj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×