Viðskipti innlent

NBI talinn hæfur til að eiga Landsvaka og SP-Fjármögnun

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélag NBI ehf. sé hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemur svo stórum hluta að Landsvaki hf. og SP-Fjármögnun hf. verða talin dótturfyrirtæki þess samanber lög um fjármálafyrirtæki.

Þetta kemur fram á vefsíðu FME. Landsvaki hf. var fyrrum dótturfélag gamla Landsbankans og er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki sem rekur verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Í mars 2009 eignaðist NBI 100% hlut í SP-Fjármögnun. Starfsemi SP-Fjármögnunar er tvíþætt, tækjafjármögnun í formi eignaleigu og bílafjármögnun bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×