Gjaldtaka og styttri leigutími hækka orkuverð 18. febrúar 2011 12:19 Í ályktun aðalfundar Samorku minna samtökin á að ný gjaldtaka, hvort sem er í formi auðlindagjalds eða skatta, skapar ekki ný verðmæti. Aukin gjaldtaka leiði til hærra orkuverðs og sama gildi um mikla styttingu leigutíma orkuauðlinda. Ályktunin í heild hljómar svo: „Íslenska þjóðin býr að gríðarlegum auðlindum þar sem eru hreint neysluvatn, vatnsafl og jarðvarmi. Þessum auðlindum fylgja mikil tækifæri til verðmætasköpunar og bættra lífskjara. Auðlindirnar eru þó takmarkaðar og afar mikilvægt að áhersla sé lögð á góða arðsemi við nýtingu þeirra, með sjálfbærum hætti og í góðri sátt við umhverfið. Stjórnvöld áforma nú aukna gjaldtöku af nýtingu orkuauðlinda. Samorka minnir á að ný gjaldtaka skapar ekki ný verðmæti. Arður almennings af orkuauðlindunum hefur ekki síst verið fólginn í mun lægri orkuverðum og neysluvatnskostnaði en gerist í nágrannalöndum okkar. Aukin gjaldtaka sem lögð er, eftir atvikum á raforku, heitt vatn og neysluvatn, hvort sem er í formi auðlindagjalds eða skatta, leiðir til hærra verðs jafnt til heimila sem atvinnulífs. Sama gildir um hugmyndir um mikla styttingu leigutíma orkuauðlinda. Slík stytting leiðir til hærri ávöxtunarkröfu samfara styttri afskriftartíma og með tímanum til hærra orkuverðs á Íslandi, jafnt til heimila sem atvinnulífs. Enginn hefur meiri hagsmuni af sjálfbærri nýtingu orkuauðlindanna en orkufyrirtækin sem þær nýta. Uppbygging jarðhitavirkjana er þess vegna gjarnan í þrepum sem fara samhliða bættri þekkingu á jarðhitasvæðinu og getur tekið nokkra áratugi. Stuttur leigutími gengur því gegn eðlilegum forsendum sjálfbærni í jarðhitanýtingu. Samorka varar við öllum áformum stjórnvalda um að „vinda ofan af“ löglega gerðum samningum við einkaaðila á sviði orkunýtingar. Hætt er við að slíkir gjörningar hafi verulega neikvæð áhrif á áhuga fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Minnt er á að orkuauðlindir í opinberri eigu má ekki framselja einkaaðilum, lögum samkvæmt. Loks varar Samorka við hugmyndum um að færa auðlindarannsóknir og auðlindastýringu undir umhverfisráðuneytið. Það væri að mati Samorku óeðlileg stjórnsýsla að sami ráðherra gegndi lykilhlutverki varðandi rannsóknir og nýtingu annars vegar, og færi með umhverfismat og skipulagsmál hins vegar.“ Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Í ályktun aðalfundar Samorku minna samtökin á að ný gjaldtaka, hvort sem er í formi auðlindagjalds eða skatta, skapar ekki ný verðmæti. Aukin gjaldtaka leiði til hærra orkuverðs og sama gildi um mikla styttingu leigutíma orkuauðlinda. Ályktunin í heild hljómar svo: „Íslenska þjóðin býr að gríðarlegum auðlindum þar sem eru hreint neysluvatn, vatnsafl og jarðvarmi. Þessum auðlindum fylgja mikil tækifæri til verðmætasköpunar og bættra lífskjara. Auðlindirnar eru þó takmarkaðar og afar mikilvægt að áhersla sé lögð á góða arðsemi við nýtingu þeirra, með sjálfbærum hætti og í góðri sátt við umhverfið. Stjórnvöld áforma nú aukna gjaldtöku af nýtingu orkuauðlinda. Samorka minnir á að ný gjaldtaka skapar ekki ný verðmæti. Arður almennings af orkuauðlindunum hefur ekki síst verið fólginn í mun lægri orkuverðum og neysluvatnskostnaði en gerist í nágrannalöndum okkar. Aukin gjaldtaka sem lögð er, eftir atvikum á raforku, heitt vatn og neysluvatn, hvort sem er í formi auðlindagjalds eða skatta, leiðir til hærra verðs jafnt til heimila sem atvinnulífs. Sama gildir um hugmyndir um mikla styttingu leigutíma orkuauðlinda. Slík stytting leiðir til hærri ávöxtunarkröfu samfara styttri afskriftartíma og með tímanum til hærra orkuverðs á Íslandi, jafnt til heimila sem atvinnulífs. Enginn hefur meiri hagsmuni af sjálfbærri nýtingu orkuauðlindanna en orkufyrirtækin sem þær nýta. Uppbygging jarðhitavirkjana er þess vegna gjarnan í þrepum sem fara samhliða bættri þekkingu á jarðhitasvæðinu og getur tekið nokkra áratugi. Stuttur leigutími gengur því gegn eðlilegum forsendum sjálfbærni í jarðhitanýtingu. Samorka varar við öllum áformum stjórnvalda um að „vinda ofan af“ löglega gerðum samningum við einkaaðila á sviði orkunýtingar. Hætt er við að slíkir gjörningar hafi verulega neikvæð áhrif á áhuga fjárfesta í íslensku atvinnulífi. Minnt er á að orkuauðlindir í opinberri eigu má ekki framselja einkaaðilum, lögum samkvæmt. Loks varar Samorka við hugmyndum um að færa auðlindarannsóknir og auðlindastýringu undir umhverfisráðuneytið. Það væri að mati Samorku óeðlileg stjórnsýsla að sami ráðherra gegndi lykilhlutverki varðandi rannsóknir og nýtingu annars vegar, og færi með umhverfismat og skipulagsmál hins vegar.“
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur