Viðskipti innlent

Viðskiptavinir fá upp í kröfur

Viðskiptavinir Avant sem eiga milljón króna kröfu á félagið fá allt sitt.Fréttablaðið/gva
Viðskiptavinir Avant sem eiga milljón króna kröfu á félagið fá allt sitt.Fréttablaðið/gva
„Kjarni málsins er að viðskiptavinir fá sínar kröfur greiddar að fullu á kostnað annarra lánardrottna,“ segir Friðjón Örn Friðjónsson, formaður bráðabirgðastjórnar Avant.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest nauðasamning Avant og felur hann í sér að Landsbankinn tekur félagið yfir. Nánast einu eignir Avant eru skuldabréf, auk bíla og tækja. Áætlað virði er tólf milljarðar króna. Hefði félagið farið í slitameðferð hefðu viðskiptavinir nánast ekkert fengið upp í kröfur.

Gert er ráð fyrir að Landsbankinn greiði viðskiptavinum sem kröfu eiga á Avant eigi síðar en 15. mars næstkomandi.- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×