Fleiri fréttir

Sterk rök fyrir því að semja um Icesave

Sterk rök eru fyrir því að leysa deiluna um Icesave þrátt fyrir að töluverð óvissa sé um efnahagslegar forsendur til svo langs tíma sem nýr samningur Íslands við Breta og Hollendinga nær.

Íbúðalánasjóður átti 1.070 íbúðir um áramótin

Íbúðalánasjóður keypti 723 íbúðir á nýliðnu ári og átti 1.070 íbúðir um áramótin. Þetta er þrjátíu íbúðum minna en áætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir. Þetta er rétt rúmlega þrefalt fleiri íbúðir en sjóðurinn átti í lok árs 2009 en þá átti hann 347 íbúðir.

Járnblendið óbeint til stjórnvalda í Kína

Kínverska fyrirtækið China National Bluestar hefur keypt norska fyrirtækið Elkem AS, móðurfélag Elkem Ísland ehf., sem rekur Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga.

Stjórn OR rifti samningi við Álftanes

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í gær að rifta samningi fyrirtækisins og Sveitarfélagsins Álftaness frá árinu 2007 um kaup, uppbyggingu og rekstur fráveitu Álftaness. Orkuveitan segir að ástæðan sé verulegar vanefndir sveitarfélagsins á greiðslum til OR samkvæmt samningnum. Krafa OR á hendur sveitarfélaginu nemur tæpum 90 milljónum króna.

Nýr regluvörður hjá SpKef Sparisjóði

Þann 6. Janúar síðastliðinn urðu starfsmannabreytingar hjá SpKef sparisjóði þegar Arna Björg Rúnarsdóttir hóf störf sem regluvörður sjóðsins. Á sama tíma lét Árnína Steinunn Kristjánsdóttir af störfum sem regluvörður hjá SpKef og mun hún snúa sér að lögfræðistörfum í Sviss.

Gengi krónunnar lækkar töluvert

Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert í dag eða um 0,8%. Gengisvísitalan stendur í 210,5 stigum þegar þetta er skrifað og hefur ekki verið hærri síðan um mitt sumar í fyrra.

Loðnuvinnsla hafin á Vopnafirði, bræla á miðunum

Loðnuvinnsla er hafin að nýju á Vopnafirði eftir að Lundey NS kom þangað með um 680 tonn af loðnu á miðnætti í nótt. Magnús Róbertsson vinnslustjóri hjá HB Granda segir að loðnan nú sé heldur smærri en sú sem barst til vinnslu fyrir áramótin en það muni ekki miklu. Góður hluti aflans henti til frystingar en það sem flokkist frá fari til bræðslu.

Skyggnir fær staðfesta alþjóðlega öryggisvottun

British Standards Institution (BSI) hefur staðfest vottun Skyggnis um upplýsinga-, öryggis- og stjórnkerfi til næstu þriggja ára samkvæmt alþjóðlegum staðli. Skyggnir hlaut fyrst staðfesta vottun á þessu sviði árið 2004.

Spákaupmenn gætu ýtt olíuverðinu í 110 dollara

Á skömmum tíma gæti heimsmarkaðsverð á olíu hækkað um 20 dollara og farið í 110 dollara á tunnuna vegna spákaupmennsku. Þetta kemur fram á vefsíðu bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC.

Örlög Portúgals ráðast á morgun

Margir telja að Portúgal rambi nú á barmi þjóðargjaldþrots en örlög landsins munu væntanlega ráðast á morgun. Þá ætla portúgölsk stjórnvöld að bjóða út fimm og tíu ára ríkisskuldabréf. Fari vextirnir af tíu ára bréfunum yfir 7% í útboðinu eru allar líkur á að Portúgalir kasti handklæðinu í hringinn og leiti ásjár ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

PIMCO gleymdi að lýsa kröfum í Glitni

Aðalmeðferð fer fram í máli PIMCO gegn Glitni í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. PIMCO hefur lýst kröfu upp á tæplega 250 milljónir króna í þrotabú Glitnis. Fyrirtækið stýrir stærsta skuldabréfasjóði heims en forstjóri fyrirtækisins, Mohamed El-Erian, er gríðarlega virtur á sínu sviði.

Segir skilanefnd Glitnis ofsækja Hannes

„Þessi lögsókn er ekki byggð á neinu samsæri og upphaf ræðu Gísla [Guðna Hall hrl.] er óskiljanlegt," svaraði lögmaður Glitnis, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, eftir að verjandi Hannesar Smárasonar, og félaga honum tengdum, hafði sakað skilanefnd Glitnis um óeðlilega aðför að skjólstæðingi sínu og allt að því ofsóknarkennda. Hóf hann ræðu sína á því að rifja upp málsókn skilanefndar Glitnis gegn Hannesi, Jóni Ásgeiri Jóhannessyn og fleirum í New York, þar sem málinu var vísað frá.

Eldsneytisverð: Allir búnir að hækka

Olíufélögin Skeljungur og N-Einn hækkuðu bensínlítrann um þrjár krónur og 50 aura í gær. Olís, Atlantsolía og dótturfélög Skeljungs og Olís fylgdu í kjölfarið í morgun.

Breytingar á efnahagsáætlun AGS og Íslands

Efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) og íslenskra stjórnvalda virðist taka breytingum nú í kjölfar fjórðu endurskoðunar. Búið að bæta við fjórða markmiðinu sem er að tryggja þarf aðlögun skulda heimila og fyrirtækja með virkri þátttöku lánastofnana.

Margrét H. Hjaltested nýr sviðsstjóri hjá Actavis

Margrét H. Hjaltested hefur verið ráðin sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs Actavis á Íslandi. Sviðsstjóri ber ábyrgð á rekstri tölvukerfa og tölvubúnaðar fyrir allar einingar Actavis á Íslandi.

Lausn Icesave auðveldar afnám gjaldeyrishafta

Friðrik Már Baldursson forseti Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík segir að lausn Icesave deilunnar muni auðvelda afnám gjaldeyrishaftanna, opna alþjóðlega fjármálamarkaði fyrir Íslandi og leiða til aukinnar erlendrar fjárfestingar hérlendis. Þá muni samskiptin við nágrannþjóðirnar batna.

Viðskiptavinir Tal ákveða hvað þeir vilja borga

Tal býður nú viðskiptavinum sínum nýja þjónustu sem felst í að viðskiptavinurinn ákveður hversu hárri upphæð hann vill verja á mánuði í samskiptaþjónustu, þ.e. heimasíma, farsíma og nettengingu. Í sérstakri reiknivél á vef Tals birtist þá sú þjónusta sem hægt er að veita fyrir þá upphæð.

Risahamborgarar seljast eins og heitar lummur

Sala á risahamborgurum sækir í sig veðrið þessa daganna vestur í Bandaríkjunum. Þannig eru nú allt þriggja tíma langar biðraðir fyrir utan The Heart Attack Grill eða Hjartaáfallsgrillið í Arizona þegar það er opið.

Alcoa opnar uppgjörstímabilið með stæl

Bandaríski álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, hagnaðist um 258 milljónir dollara eða 30,5 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Á sama tímabili árið áður var 277 milljóna dala tap á rekstrinum.

Loðnan veiðist úti fyrir Langanesi

Nokkur fjölveiðiskip eru byrjuð loðnuveiðar norðaustur af Langanesi og hafa, sum þeirra að minnsta kosti, þegar fengið einhvern afla. Þetta eru aðallega svonefnd vinnsluskip, sem vinna loðnuna um borð til manneldis, þannig að veiðiferðirnar eru lengri en ella. Þrálát norðanátt hefur reynst skipunum erfið, en nú hrofir betur á miðunum. Þá er hafrannsóknaskip á miðunum fyrir austan landið að kanna útbreiðslu loðnunnanr þar.

Járnblendiverksmiðjan komin í eigu Kínverja

Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga er komin í eigu Kínverja. Norski iðnaðarrisinn Orkla tilkynnti í morgun að Elkem hefði verið selt til kínverska félagsins China National Bluestar.

Sætanýting Icelandair sú besta í sögu félagsins

Sætanýting Icelandair í reglulegu áætlunarflugi á síðasta ári var sú besta í sögu félagsins eða 78,4%, sem er 3,4 prósentustigum betri en árið á undan þegar hún var 75%. Sætanýting hefur farið batnandi á undanförnum árum með nákvæmari stýringu og eftirliti.

Höfum notað 136 milljarða af Norðurlandalánunum

Ísland hefur þegar nýtt sér helming þeirra lána sem Norðurlöndin veita í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Lánin í heild nema 1.775 milljónum evra og hafa því tæplega 888 milljónir evra eða tæplega 136 milljarðar verið nýttir.

Fjárfesting dróst saman

Hagvöxtur í ríkjunum sextán sem mynda evrusvæðið varð minni á þriðja fjórðungi síðasta árs en spáð hafði verið. Það dró úr fjárfestingu og neysla almennings jókst minna en spár gerðu ráð fyrir.

Flotinn ekur 4,5 milljónir kílómetra á ári

Fyrsta endurnýjun á 40 bíla flota Landflutninga-Samskipa átti sér nýverið stað þegar teknar voru í notkun tvær nýjar bifreiðar af gerðinni Mercedes-Benz Actros frá bílaumboðinu Öskju.

AGS samþykkir endurskoðun

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins á fundi sínum í Washington í kvöld. Þar með stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að fjárhæð um 19 milljarðar króna eða sem nemur 162 milljónum dollara. Síðasta endurskoðun var samþykkt þann 30. september síðastliðinn.

Endurskoðun AGS traustsyfirlýsing

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun í kvöld afgreiða fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir það traustsyfirlýsingu og viðurkenningu á því að ríkisstjórnin sé á réttri leið.

Hanna Björk stýrir Sparifélaginu

Hanna Björk Ragnarsdóttir, viðskiptafræðingur, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Sparifélagsins. Sparifélagið hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi umsóknar um viðskiptabankaleyfi í kjölfar hlutafjárútboðs sem fyrirhugað er á komandi mánuðum. Að fengnu leyfi fyrir rekstri viðskiptabanka mun starf framkvæmdastjóra Sparifélagsins breytast í starf bankastjóra. Stefnt er að því að bankinn hefji starfsemi á síðari hluta ársins.

Búast við söluþrýstingi á bréf Icelandair

Búast má við söluþrýstingi á hlutabréf í Icelandair á næstu dögum þar sem líklegt er að margir þeirra sem tóku þátt í hlutafjárútboði félagsins muni vilja leysa ágætan söluhagnað af þeim strax.

Bankarnir hafa svigrúm til að selja gjaldeyri

Afgangur af viðskiptum við útlönd er að skila sér til landsins og því hafa bankarnir svigrúm til að selja gjaldeyri fyrir krónur. Þetta sést m.a. af samningum þeim sem Seðlabankinn gerði við innlend fjármálafyrirtæki í síðasta mánuði um veruleg gjaldeyriskaup.

ECB réttir Portúgal tímabundna líflínu

Seðlabanki Evrópu (ECB) rétti Portúgal tímabundna líflínu í dag með því að kaupa portúgölsk ríkisskuldabréf á markaðinum í Evrópu. Þetta hefur Reuters eftir heimildum innan markaðarins.

Nauðungarsölum fasteigna fjölgaði um 246 milli ára

Í lok desember 2010 höfðu 453 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík á árinu. Þetta er meir en tvöföldun á fjölda nauðungarsalna á fasteignum miðað við sama tímabil í fyrra en þá voru þær 207 talsins í lok desember. Þeim fjölgaði því um 246 á milli ára.

Hjálmar Snær er Nörd ársins

Upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr hélt nýársgleði fyrir samstarfsaðila og viðskiptavini síðastliðinn föstudag. Í aðdraganda gleðinnar var efnt til samkvæmisleiks meðal viðskiptavina fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn. „Um 400 tilnefningar bárust frá 7 þúsund manns og 20 manns fengu fleiri en tvö atkvæði. Dómnefnd fór síðan yfir tilnefningar og valdi NÖRD ÁRSINS með hliðsjón af þeim,“ segir í tilkynningu.

Búist við að atvinnuleysi aukist

Greining Íslandsbanka býst við því að atvinnuleysi muni aukast á næstunni. Atvinnuleysi mældist 7,7% í nóvember síðastliðnum og jókst um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Nýjar tölur verða svo birtar á föstudaginn.

Breskt fyrirtæki tekur yfir Orkustöðina á Húsavík

Breska orkufyrirtækið Global Geothermal Ltd, hefur gert samkomulag við Orkuveitu Húsavíkur (OH) um samvinnu vegna viðgerðar og enduruppbyggingar Orkustöðvar OH á Hrísmóum við Húsavík. Kaupin eru háð samþykki nefndar um erlenda fjárfestingu en ákvörðun nefndarinnar liggur ekki fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir