Viðskipti innlent

Flotinn ekur 4,5 milljónir kílómetra á ári

Ingi S. Ólafsson, rekstrarstjóri bílaflutningasviðs Samskipa, og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.
Ingi S. Ólafsson, rekstrarstjóri bílaflutningasviðs Samskipa, og Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju.

Fyrsta endurnýjun á 40 bíla flota Landflutninga-Samskipa átti sér nýverið stað þegar teknar voru í notkun tvær nýjar bifreiðar af gerðinni Mercedes-Benz Actros frá bílaumboðinu Öskju.

Fram kemur í tilkynningu að bílarnir verði notaðir í flutninga milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Haft er eftir Inga S. Ólafssyni, rekstrarstjóra bílaflutninga Samskipa, að rekstraröryggi og hagkvæmni séu þeir þættir sem mestu skipti þegar valdir séu bílar hjá fyrirtækinu. Hann segir bíla á vegum Samskipa aka 4,5 milljónir kílómetra á ári hverju.

- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×