Viðskipti innlent

Gengi krónunnar lækkar töluvert

Gengi krónunnar hefur lækkað töluvert í dag eða um 0,8%. Gengisvísitalan stendur í 210,5 stigum þegar þetta er skrifað og hefur ekki verið hærri síðan um mitt sumar í fyrra.

Ekki er gott að sjá beint hvað valdi þessari gengislækkun í dag en að vísu eru þriðjudagar þeir vikudagar sem Seðlabankinn kaupir gjaldeyri á millibankamarkaðinum. Þau kaup ein og sér skýra alls ekki þessa miklu veikingu enda eru þau mjög hófleg eða 1,5 milljón evrur í hvert sinn. Hinsvegar keypti bankinn mikið af gjaldeyri í síðasta mánuði af fjármálafyrirtækjum og verið getur að það sé hluti skýringarinnar.

Sennilegasta skýringin er þó sú að erlendir krónueigendur séu að flytja út gjaldeyri eins og þeir hafa leyfi til af upp- og vaxtagreiðslum sem þeir fá af íslenskum ríkisskuldabréfum. Í nýlegum Markaðsfréttum íslenskra verðbréfa voru einmitt vangaveltur um að gengið myndi gefa eftir í ársbyrjun sökum þessa.












Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×