Viðskipti innlent

Búist við að atvinnuleysi aukist

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að atvinnuleysi aukist eitthvað.
Búist er við því að atvinnuleysi aukist eitthvað.
Greining Íslandsbanka býst við því að atvinnuleysi muni aukast á næstunni. Atvinnuleysi mældist 7,7% í nóvember síðastliðnum og jókst um 0,2 prósentustig frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Nýjar tölur verða svo birtar á föstudaginn.

Að meðaltali voru 12.363 manns án atvinnu í nóvember og fjölgaði þeim um 301 manns milli mánaða. Búast má við vaxandi atvinnuleysi á næstunni en á sama tíma og þeim fer fjölgandi sem eru án atvinnu fækkar þeim störfum sem í boði eru og hefur framboðið í raun sjaldan verið minna en nú. Á milli nóvember og desember fyrir ríflega ári síðan fór atvinnuleysi úr 8,0% í 8,2% og er ekki við öðru að búast en svipuð þróun verði nú.

Vinnumálastofnun reiknar með að tölur muni sýna að atvinnuleysi hafi verið á bilinu 7,8% til 8,1% í desember.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×