Viðskipti innlent

Loðnan veiðist úti fyrir Langanesi

Nokkur fjölveiðiskip eru byrjuð loðnuveiðar norðaustur af Langanesi og hafa, sum þeirra að minnsta kosti, þegar fengið einhvern afla. Þetta eru aðallega svonefnd vinnsluskip, sem vinna loðnuna um borð til manneldis, þannig að veiðiferðirnar eru lengri en ella. Þrálát norðanátt hefur reynst skipunum erfið, en nú hrofir betur á miðunum. Þá er hafrannsóknaskip á miðunum fyrir austan landið að kanna útbreiðslu loðnunnanr þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×