Viðskipti innlent

Leigusamningum fækkaði verulega milli mánaða

Heildarfjöldi leigusamninga á landinu var 594 í desember 2010 og fækkar þeim um 21,3% frá nóvember 2010 en fjölgar um 1% frá desember 2009.

Þetta kemur fram í upplýsingum sem Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman um fjölda þinglýstra leigusamninga um íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í desember 2010.

Hvað einstaka landshluta varðar fækkaði leigusamningum um rúm 19% á höfuðborgarsvæðinu milli nóvember og desember á síðasta ári. Þeir voru 510 í nóvember en fækkaði í 412 í desember.

Mest varð fækkunin á Norðurlandi eða rúm 38% þar sem þeir fóru úr 68 og niður í 42 samninga.

Mesta fjölgunin varð á Vestfjörðum eða 100% en aðeins þrír samingar voru að baki þeirrar fjölgunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×