Sætanýting Icelandair sú besta í sögu félagsins 11. janúar 2011 07:45 Sætanýting Icelandair í reglulegu áætlunarflugi á síðasta ári var sú besta í sögu félagsins eða 78,4%, sem er 3,4 prósentustigum betri en árið á undan þegar hún var 75%. Sætanýting hefur farið batnandi á undanförnum árum með nákvæmari stýringu og eftirliti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að framboð Icelandair var aukið um 14% á síðasta ári og farþegum fjölgaði í heild um 14,4% eða um 200 þúsund manns, úr 1,3 milljónum árið 2009 upp í 1,5 milljónir árið 2010. Icelandair skiptir farþegum sínum gjarnan eftir þremur mörkuðum, þ.e. ferðamenn á leið til Íslands, Íslendinga á leið til útlanda og farþega á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Á árinu 2010 varð umtalsverð breyting á hlutföllum milli þessara þriggja markaðshópa. Farþegar til Íslands og frá Íslandi voru ámóta margir og árið á undan, en farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll milli heimsálfanna fjölgaði um 51% og voru tæplega 40% af heildinni. "Þetta eru jákvæðar tölur og staðfesting á góðum árangri frábærs starfsfólks félagsins á síðasta ári. Afleiðingar eldgossins reyndu verulega á sveigjanleika og rekstur Icelandair á árinu en við tókum þeirri áskorun og styrktum stöðu okkar, og þar skipti Inspired by Iceland átakið miklu máli", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Á þessu ári mun Icelandair auka framboð sitt um 17% frá síðasta ári og ef að líkum lætur mun farþegum fjölga um 250 þúsund og fara í rúmlega 1,7 milljónir, og verða fleiri en nokkru sinni áður. "Við fylgjum ákveðinni stefnu um vöxt þar sem við sjáum nú tækifæri á markaðinum milli Evrópu og Norður Ameríku sem við ætlum okkur að grípa. Nú er eftirspurn sterk og framboð hlutfallslega minna en oft áður, annars vegar vegna þess að bæði Airbus og Boeing hafa lent á vandræðum með framleiðslu nýrra flugvéla og hins vegar vegna þess að mikill vöxtur í Asíu togar til sín flugvélar frá okkar samkeppnismörkuðum. Þetta mun breytast og vöxturinn árið 2012 verður væntanlega mun minni en á þessu ári", segir Birkir. Icelandair hefur tryggt sér 13 Boeing 757 flugvélar fyrir farþegaflugið á næsta sumri og lokaákvörðun verður tekin um hvort þeirri fjórtándu verður bætt í flotann nú um mánaðamótin næstu þegar bókunarstaða annars vegar og áform um skatta- og gjaldahækkanir hins vegar hafa skýrst nánar. "Bókunarstaðan nú í byrjun árs er í heild góð og við sjáum m.a. 10% fleiri bókanir ferðamanna til Íslands nú á fyrsta ársfjórðungi. Icelandair er nú með auglýsingaherferðir í gangi á öllum helstu mörkuðum okkar erlendis og framhaldið veltur mikið á því hvernig til tekst á næstu vikum", segir Birkir Hólm Guðnason. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Sætanýting Icelandair í reglulegu áætlunarflugi á síðasta ári var sú besta í sögu félagsins eða 78,4%, sem er 3,4 prósentustigum betri en árið á undan þegar hún var 75%. Sætanýting hefur farið batnandi á undanförnum árum með nákvæmari stýringu og eftirliti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir að framboð Icelandair var aukið um 14% á síðasta ári og farþegum fjölgaði í heild um 14,4% eða um 200 þúsund manns, úr 1,3 milljónum árið 2009 upp í 1,5 milljónir árið 2010. Icelandair skiptir farþegum sínum gjarnan eftir þremur mörkuðum, þ.e. ferðamenn á leið til Íslands, Íslendinga á leið til útlanda og farþega á leið milli Evrópu og Norður-Ameríku með viðkomu á Keflavíkurflugvelli. Á árinu 2010 varð umtalsverð breyting á hlutföllum milli þessara þriggja markaðshópa. Farþegar til Íslands og frá Íslandi voru ámóta margir og árið á undan, en farþegum á leið um Keflavíkurflugvöll milli heimsálfanna fjölgaði um 51% og voru tæplega 40% af heildinni. "Þetta eru jákvæðar tölur og staðfesting á góðum árangri frábærs starfsfólks félagsins á síðasta ári. Afleiðingar eldgossins reyndu verulega á sveigjanleika og rekstur Icelandair á árinu en við tókum þeirri áskorun og styrktum stöðu okkar, og þar skipti Inspired by Iceland átakið miklu máli", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair. Á þessu ári mun Icelandair auka framboð sitt um 17% frá síðasta ári og ef að líkum lætur mun farþegum fjölga um 250 þúsund og fara í rúmlega 1,7 milljónir, og verða fleiri en nokkru sinni áður. "Við fylgjum ákveðinni stefnu um vöxt þar sem við sjáum nú tækifæri á markaðinum milli Evrópu og Norður Ameríku sem við ætlum okkur að grípa. Nú er eftirspurn sterk og framboð hlutfallslega minna en oft áður, annars vegar vegna þess að bæði Airbus og Boeing hafa lent á vandræðum með framleiðslu nýrra flugvéla og hins vegar vegna þess að mikill vöxtur í Asíu togar til sín flugvélar frá okkar samkeppnismörkuðum. Þetta mun breytast og vöxturinn árið 2012 verður væntanlega mun minni en á þessu ári", segir Birkir. Icelandair hefur tryggt sér 13 Boeing 757 flugvélar fyrir farþegaflugið á næsta sumri og lokaákvörðun verður tekin um hvort þeirri fjórtándu verður bætt í flotann nú um mánaðamótin næstu þegar bókunarstaða annars vegar og áform um skatta- og gjaldahækkanir hins vegar hafa skýrst nánar. "Bókunarstaðan nú í byrjun árs er í heild góð og við sjáum m.a. 10% fleiri bókanir ferðamanna til Íslands nú á fyrsta ársfjórðungi. Icelandair er nú með auglýsingaherferðir í gangi á öllum helstu mörkuðum okkar erlendis og framhaldið veltur mikið á því hvernig til tekst á næstu vikum", segir Birkir Hólm Guðnason.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira