Viðskipti innlent

AGS samþykkir endurskoðun

Dominique Straus-Kahn er yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dominique Straus-Kahn er yfirmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins á fundi sínum í Washington í kvöld. Þar með stendur íslenskum stjórnvöldum til boða lánafyrirgreiðsla sjóðsins að fjárhæð um 19 milljarðar króna eða sem nemur 162 milljónum dollara. Síðasta endurskoðun var samþykkt þann 30. september síðastliðinn.

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, sagði í fréttum Stöðvar 2 áður en niðurstaðan lág endanlega fyrir að um traustsyfirlýsingu væri að ræða sem og viðurkenningu á því að ríkisstjórnin væri á réttri leið. „Við fáum þá áfram aðgang að fjármunum bæði frá sjóðnum og Norðurlöndum sem er okkur mikilvægt. Það er ekki síður viðurkenning á því að við höfum haldið vel á málum á undanförnum mánuðum. Þeir horfa sérstaklega til þess hversu vel hefur gengið við gerð fjárlaga fyrir þetta ár."




Tengdar fréttir

Endurskoðun AGS traustsyfirlýsing

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins mun í kvöld afgreiða fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar fyrir Ísland. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir það traustsyfirlýsingu og viðurkenningu á því að ríkisstjórnin sé á réttri leið.

Endurskoðun AGS í dag, ekkert bólar á Norðurlandalánum

Síðdegis í dag mun framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) taka fyrir fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Tilkynningu um þetta er að finna á heimasíðu AGS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×