Viðskipti innlent

Bókanir til Íslands færast í aukana

Bókanir ferðamanna til Íslands með Icelandair á fyrsta ársfjórðungi eru orðnar tíu prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra.

Félagið flutti eina og hálfa milljón farþega í fyrra, sem var rösklega 14 prósenta aukning frá árinu áður og var sætanýtingin var yfir 78 prósentum, sem er besta sætanýting í sögu félagsins.

Félagið ætlar að auka sætaframboð um 17 prósent á þessu ári og stefnir að því að flytja 1,7 milljón farþega, eða feliri en nokkru sinni áður, segir í tilkynningu frá Icelandair.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×