Segir skilanefnd Glitnis ofsækja Hannes Valur Grettisson skrifar 11. janúar 2011 13:00 Hannes Smárason. „Þessi lögsókn er ekki byggð á neinu samsæri og upphaf ræðu Gísla [Guðna Hall hrl.] er óskiljanlegt," svaraði lögmaður Glitnis, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, eftir að verjandi Hannesar Smárasonar, og félaga honum tengdum, hafði sakað skilanefnd Glitnis um óeðlilega aðför að skjólstæðingi sínu og allt að því ofsóknarkennda. Hóf hann ræðu sína á því að rifja upp málsókn skilanefndar Glitnis gegn Hannesi, Jóni Ásgeiri Jóhannessyn og fleirum í New York, þar sem málinu var vísað frá. „Og það tók ekki nema 40 mínútur fyrir dómarann að komast að þeirri niðurstöðu," sagði Gísli Guðni. Þessi orðaskipti urðu í aðalmeðferð í skuldamáli Glitnis gegn Hannesi Smárasyni fjárfesti og félögunum FI fjárfestingar ehf., Hlíðarsmári 6. ehf. og ELL 49 ehf. en öll eru þau í eigu Hannesar. Hannes er í 400 milljón króna sjálfsskuldarábyrgð gagnvart Glitni og skuldar alls 2,4 milljarða króna. Um var að ræða tvö kúlulán upp á 3,5 milljarða en inn í því er sjálfskuldarábyrgð Hannesar auk veðs í húseignum og lóðum, meðal annars á Þingvöllum. Þá voru einnig hlutabréf í FL Group og Byr lögð fram sem tryggingar á sínum tíma. Þess þarf varla að geta að þau bréf eru með öllu verðlaus í dag. Heildarskuldarstaða FI Fjárfestinga og félaga þar innanborðs gagnvart Glitni, reyndust í það heila nema rúmum tíu milljörðum króna. Engar skýrslutökur fóru fram í málinu, aðeins málflutningur lögmanna. Þess má geta að FI fjárfestingar hét áður Primus. Þann 3. júní árið 2009 gerði efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra húsleit á heimilum Hannesar í tengslum við möguleg skattalagabrot félaganna Oddaflugs og Primusar. Ekki var deilt um fjárhæðir í málinu en málatilbúnaður gekk helst út á að Hannes væri sannarlega í 400 milljón króna sjálfsskuldarábyrgð. Þá vildi lögmaður Glitnis meina að Hannesi hefði verið gefin tvö ár, frá apríl 2008, til þess að koma hollenska félaginu Oddaflugi í verð með skattalegum leiðum. Þannig samdi Hannes við bankann með það til hliðsjónar að í hollenskum skattalögum væri að finna klausu þar sem skattalegt tap skilaði um fjögur hundruð og tuttugu milljónum í peningum. Sú leið reyndist þó illfær að mati Glitnis. Lögmaður Hannesar hélt því fram fyrir dómi að Glitnis hefði lofað Hannesi að koma Oddaflugi í verð en ekki staðið við það. Lánin sem Hannes fékk voru veitt honum í desember 2007. Í bæði skiptin var um kúlulán að ræða. Þau voru komin í vanskil í apríl 2008. Þá var samið um það að kreista „dulin" verðmæti út úr Oddaflugi, eins og það var orðað í réttarsalnum, í gegnum skattalegar leiðir í Hollandi. Í ljós kom að leiðin sem Hannes lagði til var næstum ófær lagalega séð, að mati Glitnis, þar sem uppástunga hans gekk út á að selja félagið og „dulda" hagnaðinn með. Samkvæmt lögum í Hollandi er slíkt ekki mögulegt þar sem það þótti vera misnotkun á skattfríðindum. Duldi hagnaðurinn féll því niður við sölu félaga sem nutu slíkra fríðinda, sem þau hljóta með miklum taprekstri. Verjandi Hannesar heldur því fram að ekki eingöngu hafi Glitnir ekki veitt Hannesi það ráðrúm sem honum á að hafa verið lofað, heldur hafi bankinn einnig lofað Hannesi að koma Oddaflugi í verð og hagnaður af þeirri sölu hefði átt að ganga upp í sjálfsábyrgðina. Gísli Guðni vill meina að Glitnir hafi ekki einu sinni reynt að selja félagið auk þess sem hún stundi óeðlilega aðför að skjólstæðingi hans. Lögmaður Glitnis, Sigurbjörn, sagði málið einfalt í hnotskurn; Hannes hefði fengið tvö lán sem honum bæri að borga. Málið verður lagt í dóm í dag og má búast við niðurstöðum innan við mánuð eftir aðalmeðferðina. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Þessi lögsókn er ekki byggð á neinu samsæri og upphaf ræðu Gísla [Guðna Hall hrl.] er óskiljanlegt," svaraði lögmaður Glitnis, Sigurbjörn Ársæll Þorbergsson, eftir að verjandi Hannesar Smárasonar, og félaga honum tengdum, hafði sakað skilanefnd Glitnis um óeðlilega aðför að skjólstæðingi sínu og allt að því ofsóknarkennda. Hóf hann ræðu sína á því að rifja upp málsókn skilanefndar Glitnis gegn Hannesi, Jóni Ásgeiri Jóhannessyn og fleirum í New York, þar sem málinu var vísað frá. „Og það tók ekki nema 40 mínútur fyrir dómarann að komast að þeirri niðurstöðu," sagði Gísli Guðni. Þessi orðaskipti urðu í aðalmeðferð í skuldamáli Glitnis gegn Hannesi Smárasyni fjárfesti og félögunum FI fjárfestingar ehf., Hlíðarsmári 6. ehf. og ELL 49 ehf. en öll eru þau í eigu Hannesar. Hannes er í 400 milljón króna sjálfsskuldarábyrgð gagnvart Glitni og skuldar alls 2,4 milljarða króna. Um var að ræða tvö kúlulán upp á 3,5 milljarða en inn í því er sjálfskuldarábyrgð Hannesar auk veðs í húseignum og lóðum, meðal annars á Þingvöllum. Þá voru einnig hlutabréf í FL Group og Byr lögð fram sem tryggingar á sínum tíma. Þess þarf varla að geta að þau bréf eru með öllu verðlaus í dag. Heildarskuldarstaða FI Fjárfestinga og félaga þar innanborðs gagnvart Glitni, reyndust í það heila nema rúmum tíu milljörðum króna. Engar skýrslutökur fóru fram í málinu, aðeins málflutningur lögmanna. Þess má geta að FI fjárfestingar hét áður Primus. Þann 3. júní árið 2009 gerði efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra húsleit á heimilum Hannesar í tengslum við möguleg skattalagabrot félaganna Oddaflugs og Primusar. Ekki var deilt um fjárhæðir í málinu en málatilbúnaður gekk helst út á að Hannes væri sannarlega í 400 milljón króna sjálfsskuldarábyrgð. Þá vildi lögmaður Glitnis meina að Hannesi hefði verið gefin tvö ár, frá apríl 2008, til þess að koma hollenska félaginu Oddaflugi í verð með skattalegum leiðum. Þannig samdi Hannes við bankann með það til hliðsjónar að í hollenskum skattalögum væri að finna klausu þar sem skattalegt tap skilaði um fjögur hundruð og tuttugu milljónum í peningum. Sú leið reyndist þó illfær að mati Glitnis. Lögmaður Hannesar hélt því fram fyrir dómi að Glitnis hefði lofað Hannesi að koma Oddaflugi í verð en ekki staðið við það. Lánin sem Hannes fékk voru veitt honum í desember 2007. Í bæði skiptin var um kúlulán að ræða. Þau voru komin í vanskil í apríl 2008. Þá var samið um það að kreista „dulin" verðmæti út úr Oddaflugi, eins og það var orðað í réttarsalnum, í gegnum skattalegar leiðir í Hollandi. Í ljós kom að leiðin sem Hannes lagði til var næstum ófær lagalega séð, að mati Glitnis, þar sem uppástunga hans gekk út á að selja félagið og „dulda" hagnaðinn með. Samkvæmt lögum í Hollandi er slíkt ekki mögulegt þar sem það þótti vera misnotkun á skattfríðindum. Duldi hagnaðurinn féll því niður við sölu félaga sem nutu slíkra fríðinda, sem þau hljóta með miklum taprekstri. Verjandi Hannesar heldur því fram að ekki eingöngu hafi Glitnir ekki veitt Hannesi það ráðrúm sem honum á að hafa verið lofað, heldur hafi bankinn einnig lofað Hannesi að koma Oddaflugi í verð og hagnaður af þeirri sölu hefði átt að ganga upp í sjálfsábyrgðina. Gísli Guðni vill meina að Glitnir hafi ekki einu sinni reynt að selja félagið auk þess sem hún stundi óeðlilega aðför að skjólstæðingi hans. Lögmaður Glitnis, Sigurbjörn, sagði málið einfalt í hnotskurn; Hannes hefði fengið tvö lán sem honum bæri að borga. Málið verður lagt í dóm í dag og má búast við niðurstöðum innan við mánuð eftir aðalmeðferðina.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira