Fleiri fréttir Rífandi gangur hjá House of Fraser Rífandi gangur var í jólaversluninni hjá bresku tískuverslunarkeðjunni House of Fraser. Salan jókst um 8,5% á síðustu fimm vikunum fyrir jólin miðað við sama tímabil árið áður. John King forstjóri keðjunnar segir að ef veðrið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði mátt mæla aukninguna í tveggja stafa tölu. 10.1.2011 08:01 VBS lánaði milljarða út á loftkastalasmíði VBS fjárfestingarbanki með fulltingi Landsbankans tók þátt í kaupum á fasteignaverkefnum og lánaði milljarða króna út á mat á hugsanlegu söluandvirði fasteigna sem aldrei risu. 10.1.2011 07:00 Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10.1.2011 06:30 Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10.1.2011 06:00 Vísitala neysluverðs verði ekki notuð við verðtryggingu Talsmaður neytenda hefur lagt til við verðtryggingarnefnd sem efnahags og viðskiptaráðuneytið hefur sett á fót að önnur og raunhæfari viðmið en vísitala neysluverðs verði notuð við að reikna verðtryggingu lána. Fyrst og fremst þar sem vísitalan lýsi ekki vel rýrnun gjaldmiðilsins. 8.1.2011 13:23 Nauðungarsölum fækkar Alls voru 289 bifreiðar seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík í fyrra og skráðar nauðungarsölubeiðnir voru 723. Þetta er umtalsvert minna en árin tvö á undan því þá var 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá 7.1.2011 20:07 Kristín nýr forstjóri Skipta Kristín Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Skipta hf. Hún hefur starfað sem fjármálastjóri félagsins undanfarin átta ár og jafnframt verið staðgengill forstjóra á þeim tíma. Hún mun taka við nýju starfi frá og með deginum í dag. 7.1.2011 16:30 AGS klárar fjórðu endurskoðun á mánudag Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ljúka fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á mánudaginn kemur. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni og er haft eftir Franek Roszvadovski sendifulltrúi sjóðsins hér á landi. Þegar endurskoðunin hefur verið staðfest mun Íslendingum standa til boða um 160 milljónir bandaríkjadala í formi lánafyrirgreiðslu. 7.1.2011 15:04 Ríkir Íslendingar kaupa lúxusbíla „Sem betur fer er fullt af fólki sem á pening,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Sala á nýjum bílum hefur farið nokkuð greitt af stað þessa fyrstu viku ársins. Alls hafa 37 bílar selst, en af þeim eru fjórtán sem geta talist lúxusbílar. Þá er átt við bíla á borð við Audi, 7.1.2011 15:00 Það verður réttað yfir Baldri - frávísunarkröfu vísað frá Frávísunarkröfu Baldurs Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í máli sérstaks saksóknara gegn honum var vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, samkvæmt frétt sem DV birtir á heimasíðu sinni. 7.1.2011 14:50 Porsche Cayenne uppseldur fram í mars Lögin sem tóku gildi um áramótin og eiga að draga úr útblæstri koltvísírings íslenska bílaflotans hafa valdið því að Porsche Cayenne jeppinn frá Bílabúð Benna hefur lækkað í verði og er nú uppseldur. 7.1.2011 12:57 Óskar eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir tilnefningum í stjórnir nokkurra sparisjóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 7.1.2011 10:57 Skilanefnd Landsbankans vill selja fleiri dönsk hótel Skilanefnd Landsbankans hyggst selja fleiri dönsk hótel í náninni framtíð. Þetta kemur fram í viðtali Berlinske Tidende við Pál Benediktsson talsmann skilanefndarinnar. Sem kunnugt er af fréttum er skilanefndin búin að selja Hotel D´Angleterre. 7.1.2011 10:06 Bílasala jókst um tæp 30% í fyrra Bílasala er aftur að braggast á Íslandi en hún jókst um tæp 30% í fyrra miðað við árið áður. 7.1.2011 09:44 Farþegum um Leifsstöð fjölgaði um tæp 4% í fyrra Samtals komu 742,6 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar– desember 2010 borið saman við 714,5 þúsund farþega í janúar–desember 2009. 7.1.2011 09:21 Gistinóttum fækkar um tæp 2% Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 70.300 en voru 71.500 í sama mánuði árið 2009. Þetta er tæplega 2% fækkun. 7.1.2011 09:02 Borguðu þó nokkra milljarða fyrir Hotel D´Angleterre Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum. 7.1.2011 08:39 Samtök lánþega fordæma yfirlýsingu Lýsingar Samtök lánþega fordæmir þá yfirlýsingu Lýsingar hf, um að ætla ekki að fara að landslögum og telja að yfirlýsing fyrirtækisins, eftir úrskukrð áfrýjunarnefndar neytendamála beri vott um einbeittan brotavilja. 7.1.2011 07:52 Bill Gates ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er ekki lengur ríkasti maður heimsins samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins. 7.1.2011 07:50 FME og Seðlabankinn gera nýjan samstarfssamning Fjármálaeftirlitið (FME) og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur. 7.1.2011 07:38 Óveðrið gæti kostað flugfélagið marga milljarða króna Óveðrið í Bretlandi og víðar í Evrópu í desember gæti hafa kostað British Airwyas 50 milljónir sterlingspunda. Farþegum á vegum flugfélagsins fækkaði verulega miðað við sama tíma fyrir ári, vegna snjókomu og íss. Hundruð flugferða á vegum BA var aflýst og mörgum flugvöllum í Bretlandi, Evrópu og Norður Ameríku var lokað. Farþegar á vegum flugfélagsins voru 2,1 milljón nú í desember en voru 2,4 milljónir fyrir ári. 6.1.2011 22:31 Björgólfshús til sölu Fjölnisvegur 3, húsnæði sem áður var í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar, hefur verið sett á sölu. Húsið er 321 fermetri að stærð og er metin á tæplega 79 milljónir króna. Eignarhaldsfélags Landsbankans, Mynni hf, á húsið en það var sett á sölu í gær. 6.1.2011 20:11 Samið um kaup á D´Angleterre Hótel D´Angleterre í Kaupmannahöfn verður selt félagi í eigu Remmen´s Stiftung von 1986, samkvæmt samkomulagi sem náðist þess efnis í dag. Hótelið er nú í eigu skilanefndar Landsbankans en nýju eigendurnir munu taka við rekstri þess þann 1. febrúar næstkomandi. 6.1.2011 18:58 Glæsibílar og flugferðir fyrir eiginkonur hjá FL Group Fyrrverandi hluthafi í FL Group segir allt á huldu í hvað þeir sex komma tveir milljarðar króna fóru sem efnahagsbrotadeild fær nú til rannsóknar vegna meintra skattalagabrota. Hann segir FL Group hafi verið spilaborg og bréf fyrirtækisins hafi verið notuð til að tæma bankana innanfrá. 6.1.2011 12:58 Íslandsbanki hættir að senda út reikningsyfirlit Íslandsbanki hefur ákveðið að hætta útsendingu reikningsyfirlita til einstaklinga í viðskiptum við bankann. Yfirlitin verða aðgengileg öllum viðskiptavinum í Netbanka, en þeir viðskiptavinir sem óska þess sérstaklega geta fengið yfirlitin prentuð út og send í pappírsformi. Er þetta gert til þess að spara kostnað auk þess sem Íslandsbanki leggur áherslu á að vera umhverfisvænn vinnustaður. 6.1.2011 12:46 Allt útlit fyrir að gjaldþrotamet hafi verið slegið í fyrra Allt útlit er nú fyrir að nýtt met verði slegið á árinu 2010 hvað varðar fjölda gjaldþrota og að fyrra met frá árinu 2009 verði slegið út. Það ár voru 910 fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota sem var það mesta sem sést hefur undanfarna áratugi. 6.1.2011 11:20 Raungengi krónunnar lækkaði í desember Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,6% í desember síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta í takti við þróunina á nafngengi krónunnar á sama tímabili sem og þróun verðlags. 6.1.2011 11:04 Staða ríkissjóðs batnaði töluvert á milli ára Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 72,7 milljarða kr. á fyrstu 11 mánuðu síðasta árs en var neikvætt um 122,8 ma.kr. á sama tímabili 2009. 6.1.2011 10:54 Norskt námufélag finnur gull á Svalbarða Norska námufélagið Store Norske hefur fundið gull á Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt frá fréttastofunni NTB. 6.1.2011 09:49 Gjaldþrotum fjölgaði um 26% milli ára í nóvember Í nóvember 2010 voru 101 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 80 fyrirtæki í nóvember 2009, sem jafngildir rúmlega 26% aukningu milli ára. 6.1.2011 09:04 Reikna með 72 milljóna afgangi á Dalvík í ár Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið mun A hluti bæjarsjóðs skila tæplega 60 milljónum kr. í afgang. A og B hlutar samanlagt skila um 72 milljónum kr. í afgang. 6.1.2011 08:25 Economist: Ísland í sjöunda neðsta sætinu Samkvæmt tímaritinu The Economist er Ísland í sjöunda neðsta sæti þegar kemur að áætluðum hagvexti meðal þjóða heimsins á þessu ári. 6.1.2011 07:41 Matvælaverð aldrei hærra Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, samkvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar uppþot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. 6.1.2011 06:00 Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði,“ segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. 6.1.2011 04:30 Salan á IG skýrist í þessum mánuði 6.1.2011 04:00 Telur evruna lifa af Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsamstarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum. 6.1.2011 00:01 Ríkislögreglustjóri rannsakar kostnað vegna „dótakassa" FL Group Meintum skattalagabrotum vegna yfirdrifins rekstrarkostnaðar FL Group á árinu 2007 verður vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Málið snýst m.a um kostnað vegna hlunninda starfsmanna, eins og leigu á glæsibílum. 5.1.2011 18:52 Lýsing hundsar fyrirmæli Neytendastofu Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing ætlar að innheimta verðbætur á óverðtryggðum lánum, þrátt fyrir úrskurði Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála um að þeim hafi verið það óheimilt. Neytendastofa hefur fá úrræði í höndunum, en getur þó beitt sektum. Breki Logason. 5.1.2011 18:30 Ráðin markaðsstjóri Íslandsbanka Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Íslandsbanka. Hólmfríður er 38 ára viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá bankanum segir að hún hafi starfað við markaðsmál fyrirtækja í um 10 ár, fyrst sem deildarstjóri Markaðs- og vefdeildar Kaupþings og síðar sem forstöðumaður Markaðsmála hjá Símanum. Hólmfríður hefur búið í Hollandi undanfarin tvö ár og hún er gift Ragnari Þór Ragnarssyni og eiga þau þrjú börn. 5.1.2011 15:06 Fá leyfi til að rannsaka hagkvæmni virkjunar í Ölfusá Orkustofnun hefur veitt Selfossveitum leyfi til rannsókna á vatnasviði Ölfusár við Selfoss sem og á afmörkuðum svæðum á landi. 5.1.2011 14:23 Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5.1.2011 13:31 Gert ráð fyrir rekstrarafgangi hjá Reykjanesbæ Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2011 var samþykkt í bæjarstjórn 4. janúar 2011 með 7 atkvæðum sjálfstæðismanna og 4 fulltrúar minnihlutans sátu hjá. 5.1.2011 13:04 Leifur Eiríksson hannaður fyrir mjög erfið skilyrði Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson er smíðaður til að athafna sig við mjög erfið skilyrði. Hann getur þannig borað eftir olíu þar sem hafsdýpi er allt að 2.300 metrar, og við miklar frosthörkur. 5.1.2011 11:07 Ferðaskrifstofa Akureyrar eykur umsvifin Nú um áramótin tók ný innanlandsdeild Ferðaskrifstofu Akureyrar formlega til starfa og mun megin hlutverk hennar verða skipulag á ráðstefnum, fundum og hvataferðum á Akureyri og Norðausturlandi. 5.1.2011 11:01 Intrum verður Motus Motus er nýtt nafn á starfsemi Intrum á Íslandi. Ákvörðun hefur verið tekin um að félagið starfi undir eigin vörumerki á Íslandi og notkun á alþjóðlega vörumerkinu „Intrum Justitia“ verði lögð af. 5.1.2011 10:22 Sjá næstu 50 fréttir
Rífandi gangur hjá House of Fraser Rífandi gangur var í jólaversluninni hjá bresku tískuverslunarkeðjunni House of Fraser. Salan jókst um 8,5% á síðustu fimm vikunum fyrir jólin miðað við sama tímabil árið áður. John King forstjóri keðjunnar segir að ef veðrið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði mátt mæla aukninguna í tveggja stafa tölu. 10.1.2011 08:01
VBS lánaði milljarða út á loftkastalasmíði VBS fjárfestingarbanki með fulltingi Landsbankans tók þátt í kaupum á fasteignaverkefnum og lánaði milljarða króna út á mat á hugsanlegu söluandvirði fasteigna sem aldrei risu. 10.1.2011 07:00
Segir VBS hafa stundað talnaleiki Innova varð á meðal fimm umsvifamestu fyrirtækja í byggingageiranum að undangengnum samruna Stafna á milli við tvö önnur verktakafyrirtæki. Starfsmenn voru rúmlega tvö hundruð og veltan í kringum sjö milljarðar króna. Forstjóri fyrirtækisins var Engilbert Runólfsson. Hann sat inni fyrir aðild að fíkniefnainnflutningi fyrir fimmtán árum en varð stórtækur á fasteignamarkaði eftir aldamótin. 10.1.2011 06:30
Fengu milljarða út á hús sem aldrei risu VBS fjárfestingarbanki lánaði fyrirtæki Engilberts Runólfssonar milljarða króna til ýmissa fasteignaverkefna með veði í fasteignum sem aldrei risu. 10.1.2011 06:00
Vísitala neysluverðs verði ekki notuð við verðtryggingu Talsmaður neytenda hefur lagt til við verðtryggingarnefnd sem efnahags og viðskiptaráðuneytið hefur sett á fót að önnur og raunhæfari viðmið en vísitala neysluverðs verði notuð við að reikna verðtryggingu lána. Fyrst og fremst þar sem vísitalan lýsi ekki vel rýrnun gjaldmiðilsins. 8.1.2011 13:23
Nauðungarsölum fækkar Alls voru 289 bifreiðar seldar nauðungarsölu hjá Sýslumanninum í Reykjavík í fyrra og skráðar nauðungarsölubeiðnir voru 723. Þetta er umtalsvert minna en árin tvö á undan því þá var 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá 7.1.2011 20:07
Kristín nýr forstjóri Skipta Kristín Guðmundsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Skipta hf. Hún hefur starfað sem fjármálastjóri félagsins undanfarin átta ár og jafnframt verið staðgengill forstjóra á þeim tíma. Hún mun taka við nýju starfi frá og með deginum í dag. 7.1.2011 16:30
AGS klárar fjórðu endurskoðun á mánudag Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun ljúka fjórðu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á mánudaginn kemur. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni og er haft eftir Franek Roszvadovski sendifulltrúi sjóðsins hér á landi. Þegar endurskoðunin hefur verið staðfest mun Íslendingum standa til boða um 160 milljónir bandaríkjadala í formi lánafyrirgreiðslu. 7.1.2011 15:04
Ríkir Íslendingar kaupa lúxusbíla „Sem betur fer er fullt af fólki sem á pening,“ segir Páll Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Toyota. Sala á nýjum bílum hefur farið nokkuð greitt af stað þessa fyrstu viku ársins. Alls hafa 37 bílar selst, en af þeim eru fjórtán sem geta talist lúxusbílar. Þá er átt við bíla á borð við Audi, 7.1.2011 15:00
Það verður réttað yfir Baldri - frávísunarkröfu vísað frá Frávísunarkröfu Baldurs Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, í máli sérstaks saksóknara gegn honum var vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, samkvæmt frétt sem DV birtir á heimasíðu sinni. 7.1.2011 14:50
Porsche Cayenne uppseldur fram í mars Lögin sem tóku gildi um áramótin og eiga að draga úr útblæstri koltvísírings íslenska bílaflotans hafa valdið því að Porsche Cayenne jeppinn frá Bílabúð Benna hefur lækkað í verði og er nú uppseldur. 7.1.2011 12:57
Óskar eftir tilnefningum í stjórnir sparisjóða Bankasýsla ríkisins hefur óskað eftir tilnefningum í stjórnir nokkurra sparisjóða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu. 7.1.2011 10:57
Skilanefnd Landsbankans vill selja fleiri dönsk hótel Skilanefnd Landsbankans hyggst selja fleiri dönsk hótel í náninni framtíð. Þetta kemur fram í viðtali Berlinske Tidende við Pál Benediktsson talsmann skilanefndarinnar. Sem kunnugt er af fréttum er skilanefndin búin að selja Hotel D´Angleterre. 7.1.2011 10:06
Bílasala jókst um tæp 30% í fyrra Bílasala er aftur að braggast á Íslandi en hún jókst um tæp 30% í fyrra miðað við árið áður. 7.1.2011 09:44
Farþegum um Leifsstöð fjölgaði um tæp 4% í fyrra Samtals komu 742,6 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll í janúar– desember 2010 borið saman við 714,5 þúsund farþega í janúar–desember 2009. 7.1.2011 09:21
Gistinóttum fækkar um tæp 2% Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 70.300 en voru 71.500 í sama mánuði árið 2009. Þetta er tæplega 2% fækkun. 7.1.2011 09:02
Borguðu þó nokkra milljarða fyrir Hotel D´Angleterre Viðskiptablaðið Börsen segir að kaupverðið sem Henning Remmen og fjölskylda borguðu skilanefnd Landsbankans fyrir Hotel D´Angleterre hlaupi á einhverjum hundruðum milljóna danskra kr. eða a.m.k. að sex til átta milljarða kr. Þetta hefur blaðið hefur heimildum úr danska hótelgeiranum. 7.1.2011 08:39
Samtök lánþega fordæma yfirlýsingu Lýsingar Samtök lánþega fordæmir þá yfirlýsingu Lýsingar hf, um að ætla ekki að fara að landslögum og telja að yfirlýsing fyrirtækisins, eftir úrskukrð áfrýjunarnefndar neytendamála beri vott um einbeittan brotavilja. 7.1.2011 07:52
Bill Gates ekki lengur ríkasti maður heimsins Bill Gates stofnandi Microsoft er ekki lengur ríkasti maður heimsins samkvæmt árlegum lista Forbes tímaritsins. 7.1.2011 07:50
FME og Seðlabankinn gera nýjan samstarfssamning Fjármálaeftirlitið (FME) og Seðlabanki Íslands hafa gert með sér nýjan samstarfssamning, sem kveður á um markvissara samstarf en eldri samningur. 7.1.2011 07:38
Óveðrið gæti kostað flugfélagið marga milljarða króna Óveðrið í Bretlandi og víðar í Evrópu í desember gæti hafa kostað British Airwyas 50 milljónir sterlingspunda. Farþegum á vegum flugfélagsins fækkaði verulega miðað við sama tíma fyrir ári, vegna snjókomu og íss. Hundruð flugferða á vegum BA var aflýst og mörgum flugvöllum í Bretlandi, Evrópu og Norður Ameríku var lokað. Farþegar á vegum flugfélagsins voru 2,1 milljón nú í desember en voru 2,4 milljónir fyrir ári. 6.1.2011 22:31
Björgólfshús til sölu Fjölnisvegur 3, húsnæði sem áður var í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar, hefur verið sett á sölu. Húsið er 321 fermetri að stærð og er metin á tæplega 79 milljónir króna. Eignarhaldsfélags Landsbankans, Mynni hf, á húsið en það var sett á sölu í gær. 6.1.2011 20:11
Samið um kaup á D´Angleterre Hótel D´Angleterre í Kaupmannahöfn verður selt félagi í eigu Remmen´s Stiftung von 1986, samkvæmt samkomulagi sem náðist þess efnis í dag. Hótelið er nú í eigu skilanefndar Landsbankans en nýju eigendurnir munu taka við rekstri þess þann 1. febrúar næstkomandi. 6.1.2011 18:58
Glæsibílar og flugferðir fyrir eiginkonur hjá FL Group Fyrrverandi hluthafi í FL Group segir allt á huldu í hvað þeir sex komma tveir milljarðar króna fóru sem efnahagsbrotadeild fær nú til rannsóknar vegna meintra skattalagabrota. Hann segir FL Group hafi verið spilaborg og bréf fyrirtækisins hafi verið notuð til að tæma bankana innanfrá. 6.1.2011 12:58
Íslandsbanki hættir að senda út reikningsyfirlit Íslandsbanki hefur ákveðið að hætta útsendingu reikningsyfirlita til einstaklinga í viðskiptum við bankann. Yfirlitin verða aðgengileg öllum viðskiptavinum í Netbanka, en þeir viðskiptavinir sem óska þess sérstaklega geta fengið yfirlitin prentuð út og send í pappírsformi. Er þetta gert til þess að spara kostnað auk þess sem Íslandsbanki leggur áherslu á að vera umhverfisvænn vinnustaður. 6.1.2011 12:46
Allt útlit fyrir að gjaldþrotamet hafi verið slegið í fyrra Allt útlit er nú fyrir að nýtt met verði slegið á árinu 2010 hvað varðar fjölda gjaldþrota og að fyrra met frá árinu 2009 verði slegið út. Það ár voru 910 fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota sem var það mesta sem sést hefur undanfarna áratugi. 6.1.2011 11:20
Raungengi krónunnar lækkaði í desember Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 0,6% í desember síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Er þetta í takti við þróunina á nafngengi krónunnar á sama tímabili sem og þróun verðlags. 6.1.2011 11:04
Staða ríkissjóðs batnaði töluvert á milli ára Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 72,7 milljarða kr. á fyrstu 11 mánuðu síðasta árs en var neikvætt um 122,8 ma.kr. á sama tímabili 2009. 6.1.2011 10:54
Norskt námufélag finnur gull á Svalbarða Norska námufélagið Store Norske hefur fundið gull á Svalbarða. Þetta kemur fram í frétt frá fréttastofunni NTB. 6.1.2011 09:49
Gjaldþrotum fjölgaði um 26% milli ára í nóvember Í nóvember 2010 voru 101 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 80 fyrirtæki í nóvember 2009, sem jafngildir rúmlega 26% aukningu milli ára. 6.1.2011 09:04
Reikna með 72 milljóna afgangi á Dalvík í ár Samkvæmt fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið mun A hluti bæjarsjóðs skila tæplega 60 milljónum kr. í afgang. A og B hlutar samanlagt skila um 72 milljónum kr. í afgang. 6.1.2011 08:25
Economist: Ísland í sjöunda neðsta sætinu Samkvæmt tímaritinu The Economist er Ísland í sjöunda neðsta sæti þegar kemur að áætluðum hagvexti meðal þjóða heimsins á þessu ári. 6.1.2011 07:41
Matvælaverð aldrei hærra Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, samkvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar uppþot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. 6.1.2011 06:00
Viðræður standa yfir um skuldamál NTC-veldisins „Ekkert hefur breyst hjá okkur; ég er búin að bíða í fimmtán mánuði eftir því að bankinn semji við okkur en lítið þokast. Við eigum samt von á að það verði í þessum mánuði,“ segir Svava Johansen, stofnandi og eigandi tískuvöruveldisins NTC, einnar stærstu fatakeðju landsins sem meðal annars rekur Sautján-verslanirnar. 6.1.2011 04:30
Telur evruna lifa af Evrulöndin munu að öllum líkindum halda myntsamstarfinu gangandi þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er þó útilokað að Grikkland lendi í greiðsluþroti og að einstök ríki lendi í frekari vandræðum. 6.1.2011 00:01
Ríkislögreglustjóri rannsakar kostnað vegna „dótakassa" FL Group Meintum skattalagabrotum vegna yfirdrifins rekstrarkostnaðar FL Group á árinu 2007 verður vísað til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Málið snýst m.a um kostnað vegna hlunninda starfsmanna, eins og leigu á glæsibílum. 5.1.2011 18:52
Lýsing hundsar fyrirmæli Neytendastofu Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing ætlar að innheimta verðbætur á óverðtryggðum lánum, þrátt fyrir úrskurði Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytendamála um að þeim hafi verið það óheimilt. Neytendastofa hefur fá úrræði í höndunum, en getur þó beitt sektum. Breki Logason. 5.1.2011 18:30
Ráðin markaðsstjóri Íslandsbanka Hólmfríður Einarsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri Íslandsbanka. Hólmfríður er 38 ára viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Í tilkynningu frá bankanum segir að hún hafi starfað við markaðsmál fyrirtækja í um 10 ár, fyrst sem deildarstjóri Markaðs- og vefdeildar Kaupþings og síðar sem forstöðumaður Markaðsmála hjá Símanum. Hólmfríður hefur búið í Hollandi undanfarin tvö ár og hún er gift Ragnari Þór Ragnarssyni og eiga þau þrjú börn. 5.1.2011 15:06
Fá leyfi til að rannsaka hagkvæmni virkjunar í Ölfusá Orkustofnun hefur veitt Selfossveitum leyfi til rannsókna á vatnasviði Ölfusár við Selfoss sem og á afmörkuðum svæðum á landi. 5.1.2011 14:23
Usmanov handrukkari - voru bankamenn að bjarga lífi sínu? „Ég trúi því ekki að íslenskir bankamenn séu svona miklir aular að þeir láni manni eins og Usmanov 280 milljarða króna. Ég neita að trúa þeirri sögu,“ sagði Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, í Morgunútvarpinu á rás 2 í morgun. Þar fullyrðir hann að Úsbekinn Alisher Usmanov sé lítið annað en handrukkari eldsneytisfyrirtækisins Gazprom. 5.1.2011 13:31
Gert ráð fyrir rekstrarafgangi hjá Reykjanesbæ Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar fyrir árið 2011 var samþykkt í bæjarstjórn 4. janúar 2011 með 7 atkvæðum sjálfstæðismanna og 4 fulltrúar minnihlutans sátu hjá. 5.1.2011 13:04
Leifur Eiríksson hannaður fyrir mjög erfið skilyrði Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson er smíðaður til að athafna sig við mjög erfið skilyrði. Hann getur þannig borað eftir olíu þar sem hafsdýpi er allt að 2.300 metrar, og við miklar frosthörkur. 5.1.2011 11:07
Ferðaskrifstofa Akureyrar eykur umsvifin Nú um áramótin tók ný innanlandsdeild Ferðaskrifstofu Akureyrar formlega til starfa og mun megin hlutverk hennar verða skipulag á ráðstefnum, fundum og hvataferðum á Akureyri og Norðausturlandi. 5.1.2011 11:01
Intrum verður Motus Motus er nýtt nafn á starfsemi Intrum á Íslandi. Ákvörðun hefur verið tekin um að félagið starfi undir eigin vörumerki á Íslandi og notkun á alþjóðlega vörumerkinu „Intrum Justitia“ verði lögð af. 5.1.2011 10:22
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur